Aldur: Ég er 19 ára en verð 20 ára í júlí
Hver ert þú í stuttu máli: Ég er ungur maður sem ætlar sér stóra hluti á brautinni. Ég legg gríðarlegan metnað í íþróttina og reyni alltaf að standa mig 100% á æfingum. Ég get verið latur og geri oft hluti eins og heimanám á síðustu stundu. Ég er ágætur námsmaður en gæti verið mun betri ef ég stundaði námið eins og ég stunda íþróttir.
Hvað gerir þú fyrir utan að æfa frjálsíþróttir: Ég er að klára tungumálabraut við Menntaskólann á Akureyri núna í sumar.
Hvenær byrjaðir þú að æfa frjálsíþróttir og hafa einhverjar aðrar íþróttir freistað þín um tíðina: Ég byrjaði að æfa frjálsar sumarið 2009. Fyrir það æfði ég íshokki í 2 ár. Eins og er þá hefur engin önnur íþrótt heillað mig eitthvað sérstaklega, nema kannski handboltinn. Hugsa að það hafi verið gaman að æfa hann með félögunum.
Hver þjálfar þig í dag: Gísli Sigurðsson sér um þjálfunina mína að mestu en Unnar Viljhálmsson aðstoðar líka, en annars er hann að mestu leiti með yngri iðkenndur.
Hvað æfir þú oft í viku: 8 - 9 sinnum á viku að jafnaði, en stundum fer þetta í svona 10 - 11 æfingar á viku.
Hvað er það besta sem þú gerir eftir æfingu: Að koma heim og borða mikið af góðum mat.
Hvaða mót er næst á dagskrá hjá þér: Næsta stórmót sem ég er að fara á er Evrópumeistaramót undir 23 sem haldið verður í Tallin í Eistlandi. Ég náði lágmarkinu í 200m í fyrra og er einnig búinn að hlaupa undir lágmarkinu innanhús í ár sem er frábært.
Hvað er stærsta mót sem þú hefur farið á: Evrópumeistaramót fullorðinna innanhús í Gautaborg 2013 og Evrópumeistaramót fullorðinna innanhús í Prag 2015 eru kannski “Stærstu” mótin sem ég hef farið á hingað til. En ég hef einnig farið á Heimsmeistaramót unglinga undir 19 ára, haldið í Bandaríkjunum í Eugene. Það var líka mjög stórt. En fullorðinsmótin eru stærri og meira metin en unglingamótin.
Hvað hefur þú keppt á mörgum Smáþjóðaleikum: Ég hef einungis keppt á einum smáþjóðleikum og þeir voru í Lúxemborg árið 2013. Stefnan er sett á að keppa á mun fleiri og hlakka ég mjög mikið til að keppa hérna heima núna í sumar. Frjálsar eru í mikilli uppsveiflu og ég tel Íslenska landsliðið geta gert hrikalega stóra hluti og það skemmir þá ekki að það sé gert hérna heima á Íslandi.
Hvað er best við Akureyri þar sem þú býrð: Þetta er lítill bær. En hefur allt sem maður þarf. Vantar ekki neitt og stutt í allt.
Hver er besta bók sem þú hefur lesið og ertu að lesa eitthvað núna: Ég las hrikalega mikið fyrir nokkrum árum. Bækurnar eftir Dan Brown eru ofarlega í minninu yfir góðar bækur (Da Vinci lykillinn, Englar og Djöflar) En Lord of the Rings bækurnar voru líka góðar. Eins og er ég að reyna klára A Song of Ice and Fire (Bækurnar sem Game of Thrones eru byggðar á) en ég einhvernveginn gef mér aldrei tíma til að klára þær.
Ertu með stór framtíðarplön sem þú lætur uppi: Stefnan er sett á að komast á mót eins og Ólympíuleika og heimsmeistaramót fullorðinna. Það er enþá svolítið langt í lágmörkin í slík mót, en ef maður æfir vel og stundar þetta vel þá er allt mögulegt.
Nefndu mat sem þú átt alltaf til í ísskápnum: Beikon, egg, Hleðslu frá MS og AB mjólk.
Hver er þinn uppáhaldsmatur: Tortillas, humar og svínakjöt í döðlusósu sem pabbi minn býr til eru í miklu uppáhaldi.
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú: fæ mér hnetusmjör og græn epli. Síðan fær maður sér alveg súkkulaði og svona, en það gerist örsjaldan.
Hvað segir þú við sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni: Ég “væli og vola” þar til ég er svona hálfnaður með það, síðan hugsa ég: “Fyrst ég er hálfnaður get ég svosem klárað þetta.” :D
Ef þú værir staddur á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án: Matur og vatn ef ég þyrfti að vera fastur þarna. Annars farsmíma svo ég gæti hringt á hjálp.
Átt þú „kósíföt.”: Já ég á kósíföt en er sjaldan í þeim. Því mér finnst lang þægilegast að vera bara á nærfötunum þegar ég kem heim.