Fara í efni

Kópavogsmaraþon Breiðabliks 2019 fer fram laugardaginn 11. maí

Kópavogsmaraþon Breiðabliks 2019 fer fram laugardaginn 11. maí

Kópavogsmaraþon Breiðabliks 2019 fer fram laugardaginn 11. maí kl 9:00 og verður þetta í fjórða sinn sem hlaupið er haldið, boðið er uppá 3 vegalengdir, 5, 10 og 21 km. 

Í 5 og 10 km hlaupinu verður hlaupið eftir strandlengju Kópavogs út á Kársnes og inn í fossvog og svo sama leið til baka.
 
Hlaupaleiðin er rómuð fyrir fegurð og fuglalíf sem enginn ætti að missa af. 
 
Í hálfu marathoni verður hlaupið eftir göngustígum Kópavogs og Garðabæjar út á Álftanes gegnum Gálgahraun og sama leið til baka, frábær leið og frábært útsýni.
 
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og allir ættu að finna eithvað við sitt hæfi.
 
Skráning fer fram á hlaup.is en Breiðablik stendur fyrir Kópavogsmaraþoninu. Fyrirspurnum svarar Smári Björn Guðmundsson, smari@birgisson.is.