„Slow and steady wins the race“ sagði einhver. Létt skokk nokkrum sinnum í viku getur lengt lífið segir í nýrri rannsókn frá Danmörku. En á móti, of hröð og erfið hlaup geta haft öfug áhrif.
Farið var yfir upplýsingar frá um 1,000 einstaklingum á aldrinum 20 til 86 ára, og um 400 einstaklingum sem voru við góða heilsu en stunduðu ekki létt skokk og voru að mestu kyrrsetu fólk.
Greiningin sýndi að þeir sem stunduðu létt skokk voru um 78% minna líkleg til að deyja á meðan þessi rannsókn var gerð (en hún tók 12 ár).
Létt skokk er, ef þú hleypur á um 4,5 km á klukkustund nokkrum sinnum í viku í minna en tvo og hálfan klukkutíma á viku.
Á móti kom að þeir sem að skokkuðu hraustlega voru líklegri til að deyja á meðan á rannsóknartímanum stóð eins var með þá sem að voru að mestu kyrrsetufólk. Þessi rannsókn var gefin út 2.febrúar í the Journal og the American College of Cardiology.
Þeir sem skokka hraustlega eru þeir sem að hlaupa meira en 11 kílómetra á klukkustund í meira en fjórar klukkustundir á viku.
Ef þitt markmið er að draga úr áhættunni á ótímabærum dauða og bæta lífslíkur þá skaltu taka upp létt skokk nokkrum sinnum í viku á rólegum hraða. Hér er mottóið : Engan asa!
Að vera maraþon hlaupari er einnig líklegt til að vera gott fyrir hjartað og heilsuna þó svo að létt skokk sé hollara og fari betur með líkamann, eins og t.d liðamót og það er minna álag á fætur.
Sérfræðingar benda líka á að það þurfi að rannsaka enn betur hvort það séu einhver efri mörk um það hversu mikið er of mikið fyrir líkamann ef þú æfir reglulega.
Besta útkoma úr rannsókninni var tengd við létt skokk í um 1 til 2.5 klukkutíma á viku og ekki oftar en þrisvar í viku.
Lesa má meira um þessa rannsókn HÉR.