Fólk á öllum aldri hleypur með hlaupa- og skokkhópum og aðrir eru í byrjendahópum sem flestir eru reyndar komnir vel af stað eins og til að mynda ÍR-skokk byrjendur. Enn aðrir hlaupa einir með sitt eigið prógram sem algengt er að komi af netinu eða sé á formi apps en fjöldi slíkra prógramma er mikill.
Sitt hentar hverjum en mikilvægast er að átta sig á því hvaða vegalengd á að fara og þjálfa sig skynsamlega í samræmi við það. Einnig er nauðsynlegt að skrá sig í tíma sjá hér og skrá sig mögulega líka á Hlaupastyrkur sjá hér og safna þannig fé fyrir gott málefni. Það getur kryddað undirbúninginn fyrir hlaupið enn frekar.
Ef þú hefur í hyggju að hlaupa, en veist ekki enn hvaða vegalengd þú ætlar að fara eða hvernig þú ætlar að þjálfa þig er mikilvægt að fara að taka þá ákvörðun. Nauðsynlegt er að kanna stöðuna á hlaupaskónum, fá sér nýja og góða skó sér þess þörf en góðir skór eru og verða mikilvægasti búnaður hlauparans. Einnig að verða þér úti um hlaupaáætlun til að mynda með því að skrá þig í undirbúningshóp fyrir hlaupið. Það gæti verið Undirbúningshópur Íslandsbanka eða hreinlega að heilsa upp á hlaupahópinn í hverfinu þínu eða hópinn sem hleypur frá Sundlauginni næst þér og komast þar í góðan félagsskap. Sjá hér
Við munum fjalla reglubundið um undirbúning fyrir hlaupið á síðum Heilsutorg.
Gangi þér vel.