Mælt er með því að hlauparar skrái sig fyrir 1.mars til að tryggja sér lægsta mögulega þátttökugjaldið en forskráning er opin til miðnættis þann 22.júní. Einnig er hægt að skrá sig til þátttöku á hlaupdag en þá er þátttökugjaldið hærra. Smelltu hér til að skoða verðskrá.
Eins og undanfarin ár geta hlauparar í Miðnæturhlaupi Suzuki valið hvort þeir vilja fá afhendan verðlaunapening þegar þeir koma í mark eða ekki. Þau sem ekki vilja verðlaunapening borga 420 krónum lægra gjald. Þessi valmöguleiki hefur mælst mjög vel fyrir hjá hlaupurum og kom fram í viðhorfskönnun sem gerð var á meðal þátttakenda síðasta sumar að mikill meirihluti vill hafa þetta val.
Í sömu viðhorfskönnun kom einnig fram að þátttakendur eru mjög ánægðir með hlaupið og myndu 96% þeirra mæla með þátttöku í því við vini og ættingja.
Hægt er að skrá sig í hlaupið HÉR.
Frekari upplýsingar má finna á marathon.is