Þjálfari/þjálfarar:
Hópurinn hefur ekki eiginlegan þjálfara en fer eftir hlaupaáætlunum sem hlaupafélagar sækja sér. Sá hlaupafélagi sem duglegastur hefur verið að ná í æfingaáætlanir hefur fengið nafnbótina „Þjálfarinn“. Ef einhver áhugasamur þjálfari er á lausu þá má hann hafa samband við Skagaskokkara J
Hvaðan hleypur hópurinn:
Hópurinn hittist í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum.
Hvaða daga og kl. hvað:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17.00 og lengri hlaup á sunnudögum kl. 11.00.
Er hópurinn fyrir byrjendur og lengra komna:
Já, hópurinn er fyrir alla. Allir geta fundið hlaupafélaga á sínum hraða.
Er hópurinn virkur í að taka þátt í hlaupatengdum viðburðum hérlendis og erlendis:
Hluti hópsins tók þátt í Broløppet 2000 og er stefnan sett á annað hlaup erlendis eða jafnvel hjólaferð á Ítalíu. Hlaup þar sem Skagaskokkarar eru virkir í eru meðal annars: Reykjavíkurmaraþon, Powerade hlauparöðin, Gamlárshlaup Skagamanna (allir mæta í furðufötum) og Hlaupahátíð Vestfjarða.
Í hópnum er stöðug endurnýjun – með nýju fólki verða til nýjar áherslur og hugmyndir.
Heldur hópurinn sín/sitt eigin/eigið hlaup:
Uppheimahlaupið ( http://www.uppheimar.is/) fer fram í nóvember. Það hefur ekki verið kynnt utan hópsins því hér hefur verið um „skokk“ skemmtun að ræða. Engin tímataka en góð skemmtun (og hreyfing) og frábær félagsskapur. Hlaupaleiðin er 10 km, frá Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum, eftir Innnesvegi, síðan eftir öllum götum Grundahverfis (U-götur) - og til baka. Allir skokkarar velkomnir.
Er félagslíf hjá hópnum utan við venjulegar hlaupaæfingar og hvað þá helst:
Félagslíf utan hópsins er mjög gott, þar má nefna uppskeruhátíð, Öskudagsbúningagleði, metrapartý, pepphitting, „samverustund“ fyrir og eftir Reykjavíkurmaraþon – svo eitthvað sé nefnt.
Heldur hópurinn úti vefsíðu og hver er slóðin:
Hópurinn er ekki með vefsíðu en hann er virkur á fésbókinni – þið finnið okkur á Skagaskokkarar.
Annað áhugavert: Skagaskokkarar, sem teljast rúmlega 20 manns, stefna á að vera virkari í vetrar- og vorhlaupum, fara betur eftir öllum markmiðunum – og efla félagslíf utan við hlaupaæfingar – enn frekar. Því alltaf má gera betur J