Forskráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst í janúar og verður opin til kl.13:00 fimmtudaginn 21.ágúst. Nú eru á fimmta þúsund hlauparar skráðir til þátttöku. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst og fá lægra þátttökugjald. Næsta hækkun á gjaldi verður á miðnætti þriðjudaginn 1.júlí.
Allir sem skrá sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fyrir 2.júlí tryggja sér ekki bara lægra þátttökugjald heldur eiga þeir möguleika á að vinna skó frá Under Armour sem er nýr samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþons.
Dregin verða út tvö pör af skóm miðvikudaginn 2.júlí.
Smelltu hér til að skrá þig í hlaupið.