1. Moka snjó
Nú er nóg af snjó á götum og í innkeyrslum okkar. Þetta er tíminn til að vígbúast góðum skóflum og moka eins og enginn sé morgundagurin, í okkar nánasta umhverfi. Förum út og mokum tröppurnar okkar og þegar það er búið mokum líka tröppur nágrannans. Setjum líka skófuna í bílinn og mokum bíla sem festast eða mokum bílaplanið í vinnunni. Þetta er frábær allsherjar líkamsrækt sem reynir á vöðva í efri og neðri búk, auk þess að vera frábært til að auka þol. Vert er að minnast þess að í vikunni sem leið, tók áttræður maður þessari ráðleggingu og mokaði gangstíga við leikskóla í nágrenni hans, alveg óumbeðinn. Greinilegt er að þarna er maður sem er annt um sína heilsu og aðrar mannverur. Hér er fréttinn af góðverki mannsins:www.visir.is/godverk-eldri-manns---thad-er-frabaert-ad-vita-af-svona-folki-i-nagrenninu-/article/2014141209508http://www.visir.is/godverk-eldri-manns---thad-er-frabaert-ad-vita-af-svona-folki-i-nagrenninu-/article/2014141209508
2. Forðastu lyftur og rúllustiga
Neitaðu að nota lyftur og rúllustiga þegar þess er kostur. Þessi tæki hafa orðið til í nútíma tæknisamfélagi en eru samt akkúrat ekki það sem við þurfum nú til dags í okkar tölvu- og sjónvarpsumhverfi þegar hreyfing er orðin nánast engin. Lyftur og rúllustigar eru út um allt en við höfum líka oftast val um að taka stiga í stað þessara tækja. Dæmi um þetta er t.d. á flugvöllum, þar eru rúllustigar og rúllubretti útum allt en auðvitað eigum við frekar að nota fætur okkar í stað þess að vera að nota þessi „þægilegu“ tæki.
3. Plankamaraþon
Planki er frábær leið til líkamsræktar og hann er hægt að gera nær hvar sem er. Hér til hliðar er mynd af planka. Þessi frábæra æfing þjálfar „core“vöðva líkamans sem er mikilvægir fyrir góða líkamsstöðu í amstri dagsins. Fyrir byrjendur er hægt að byrja að planka við vegg eða á stól.Hægt er að vinna sig smátt og smátt upp í hversu lengi maður heldur plankanum. Fínt er að byrja á að halda plankanum í 10-20 sekúndur í 2-3 skipti. Svo má lengja tímann og markmiðið ætti að vera að halda planka yfir seríunni af Hringjadrottinssögu um næstu jól4.
4. Út að leika með börnunum – Finndu barnið í þér
Oft þegar við eldumst gleymum við lífsglaða, áhyggjulausa og káta barninu í okkur. Skelltu þér í kuldagallann eða regngallann og farðu í snjókast, eltingarleik, renndu þér á snjóþotu, búðu til snjókall, farðu í leiki og slökktu á þessum fullorðna einstakling sem þú telur þig vera.
5. Farðu á hreindýraveiðar vopnaður hnífi einum saman
Það er ekkert merkilegt að drepa tignarleg hreindýr eða önnur dýr úr launsári með rifli. Til að gera þetta að alvöru líkamsrækt og til að vekja upp frumeðlið í okkur, ættum við klæðast felulitum og einungis að vopnast hníf og reyna að ná hreindýrunum þannig. Þá fyrst getum kallað okkur alvöru veiðimenn! Mætum dýrunum á jafnréttisgrundvelli og þá mun steikin líka bragðast betur og þú átt hana meiri skilið enda búin/n að eyða þúsundum hitaeininga á hlaupum.
6. Fáðu þér láglaunastarf
Þá munt þú ekki hafa efni á að reka bíl og þarft því að ferðast fótgangandi eða hjólandi. Þetta er kannski kaldhæðni en öllu gríni fylgir alvara. Við erum mörg hver föst í lífsgæðakapphlaupi og náum ekki að njóta lífsins því við erum svo upptekin við að afla tekna til að viðhalda lífsstílnum. Við þurfum að fara að fjárfesta í gæðastundum í fyrir okkur sjálf og fjölskyldu okkar en ekki sífellt að bæta í meiri vinnu til að hafa efni á dýrari bíl, flottari húsgögnum, reglulegum utanlandsferðum eða stærra húsnæði.
7. Fáðu þér fótstigið sjónvarp og tölvu
Þetta segir sig sjálft því við erum eyðum alltof mikið af tíma okkar fyrir framan sjónvarp og tölvu. Miðað við allar stundirnar sem við eyðum við þessi tæki þá væri þetta frábær leið til líkamsræktar að þau virkuðu ekki nema að við værum sjálf að búa til orkuna til að knýja þau.
8. Stattu upp á klukkustundar fresti frá skrifborðinu
Við erum bróðurpart af deginum við vinnu og mjög margir eru við tölvuna allan þann tíma. Því er tilvalið fyrir líkama og sál að stand upp frá tölvunni á klukkustundarfresti og gerða t.d. 10 armbeygjur og 10 hnébeygjur. Á 8 klukkustunda vinnudegi eru þetta 80 hnébeygjur og armbeygjur sem er aldeilis vel af sér vikið í hreyfingu dagsins. Þetta mun skila þér hressari bæði líkamlega og andlega. Ef fleiri í vinnunni taka þátt í þessu, getur skapast frábær vinnuandi þar sem starfsmenn hvetja hvorn annan áfram. Fyrir lengra komna má auðvitað fjölga þessum æfingum og erfiðleikastiginu. Yfirmaður ykkar verður einnig hæstánægður með ykkur því þetta mun skila sér í meiri afköstum og betri vinnuanda í vinnunni (svo lengi sem þessi hreyfing mun ekki vara meira en 5 mín), því græða allir.
9. Leggðu bílnum 500 metrum frá búðinni og berðu innkaupapokana út í bíl
Enn og aftur er þetta hugmynd til að hreyfa sig í hversdeginum. Afhverju ekki að gera búðarferðina (sem oft er svo leiðinleg) að líkamsræk? Því við náðum ekki að sinna líkamsræktinni þann daginn. Það er því flott að leggja bílnum í góðri fjarlægð frá búðinni og bera svo innkaupapokana út í bílinn í stað þess að nota kerru, þetta er frábær þol- og styrktaræfing.
10. Kynlíf
Það er staðreynd að kynlíf brennir hitaeiningum, styrkir sambönd og er andleg útrás. Það er því alveg ástæðulaust að vera með kort í ræktina ef kynlíf er stundað reglulega. Á köldum vetrarkvöldum er þetta líklega ein besta og skemmtilega leiðin til líkamsræktar.
Heimild: nlfi.is