Margir íþróttamenn taka leikdaginn sjálfan alveg heilagan. Oft eru dagarnir fyrirfram ákveðnir og fullir af hjátrú og síendurtekinni hegðun. Allir vilja jú koma úthvíldir og í sem bestu líkamlegu standi þegar blásið er til leiks í íþrótt viðkomandi.
Margir íþróttamenn taka leikdaginn sjálfan alveg heilagan. Oft eru dagarnir fyrirfram ákveðnir og fullir af hjátrú og síendurtekinni hegðun. Allir vilja jú koma úthvíldir og í sem bestu líkamlegu standi þegar blásið er til leiks í íþrótt viðkomandi.
Margir af fremstu íþróttamönnum heims æfa á leikdegi (pre-game workout). Oft er sú æfing ekki löng og markmiðið með þeirri æfingu er ekki að setja nein persónuleg met. Margir kannast kannski við það, að það getur tekið smá tíma að koma skrokknum í gang og þá sérstaklega þegar maður eldist aðeins. Þá kemur stutt styrktar- og hreyfiæfing að góðum notum.
Æfing á leikdegi getur hjálpað þér með margt. En hvernig á svona æfing að vera uppsett og hvað á hún að innihalda? (upptalning er ekki í neinni sérstakri röð).
- Æfing sem örvar taugakerfið (hopp eða kraftæfing af einhverju tagi)
- Dynamískar hreyfingar/hreyfiteygjur.
- Æfing/ar sem líkja eftir þeim hreyfingum sem framkvæmdar eru í íþróttinni.
- Æfing sem kemur hjartslættinum upp, án þess þó að þú verðir þreytt/ur.
- Samhæfingar- og viðbragðsæfing í framhaldi af kraftæfingu.
- Styrktaræfingar. Til dæmis ein æfing á hvern vöðvahóp án þess að fara í mjög krefjandi þyngdir.
- Æfingar fyrir miðjuna (e. core)
Æfing fyrir leik ætti ekki að taka langan tíma. 30-45 mínútur á frekar lágri ákefð er alveg nóg. Ég tek það fram að ef þú ert í lélegu formi og stutt styrktaræfing gengur vel á orkutankinn, þá er það kannski ekki alveg málið fyrir þig.
Hvað getur þú grætt á æfingu á leikdegi?
- Meiri kraftmyndun
- Aukið viðbragð
- Aukið þol
- Aukin einbeiting
- Minni líkur á meiðslum
Lebron James æfir á leikdegi.
Frá FAGLEGRI FJARÞJÁLFUN.