“Alla mín tíð hef ég verið í íþróttum og langar mig því fjalla um hvað það er mikilvægt fyrir börn að byrja að æfa íþróttir.”
“Ég var 8 ára þegar ég byrjaði af einhverju viti þó hafði ég áður prófað fótboltanámskeið og svoleiðis.”
“Ég og besta vinkona mín ákváðum að fara í frjálsar íþróttir. Við mættum á eina æfingu og þá var ekki aftur snúið. “
“Þó að ég hafi hætt um tveimur árum seinna þá er ég þakklát í dag fyrir þessa reynslu. Þegar ég lít til baka og man hvað það var gaman að mæta á æfingar og mót og fá medalíur sem ég á stórt safn af í dag. “
Að vera í íþróttum er einnig afar góður félagsskapur. Þarna ertu að kynnast nýjum krökkum og jafnvel munt eignast vini fyrir lífstíð.
“Ég hef ekki sleppt því að hreyfa mig síðan. Alls ekki verið feimin að prófa nýjar íþróttagreinar. Það er svo mikilvægt fyrir börn upp á heilbrigði og lífsstíl framtíðarinnar að þau séu að æfa einhverskonar íþrótt.“
Það er mikilvægt að kynna fyrir krökkum hvað er í boði. Í boði er nefnilega ansi margt. Og eitt sem þarf að passa, ekki velja fyrir barnið þitt. Þau þurfa að finna það sem þau hafa áhuga á. Einnig er líka gott að skella þeim strax á æfingar þegar þau nefna eitthvað sem þeim langar að prufa.
Og að sjá svo börnin styrkjast og dafna í þeirri íþróttagrein sem þau völdu sjálf er auðvitað það Allra besta. Að æfa íþróttir bætir sjálfstraustið og sjálfsöryggið til muna. Einnig eru þau að styrkja líkamann og hætta að hanga heima allan daginn yfir tölvunni eða sjónvarpsglápi.
Kíktu á hvað er í boði í þínu hverfi fyrir þitt barn.