Hérna eru fjögur æfingakerfi með Tracy, fætur, rass, kviður og hendur. Þú getur skipt þessu niður á 4 daga til að byrja með, leið og þú ert komin á gott ról taktu þær allar saman sem eitt æfingakerfi.
Í þessu myndbandi notar Tracy handlóð í tveimur þyngdum, ef þú átt þau ekki fyrir þá er ekkert mál að vigta bara vatn í tómar gos plastflöskur eða bara setja sand í þær.
Hér dregur þú fram stól til að nýta eins og sést á myndbandinu. Passaðu uppá að hafa nægt pláss í kringum þig svo að þú sparkir ekki sparistellinu niður.
Hér notar Tracy þyngdir á fæturnar, vertu ekkert að spá því núna. Byrjaðu bara og komdu þér af stað. Þú getur sett meiri þyngd þegar þú ert komin á gott skrið eftir einhverjar vikur.
Gott er að hafa yoga dýnu undir þegar þú gerir þessar kviðæfingar. Ekki gefast upp, settu á pásu og haltu svo áfram.
Hérna eru nokkrir punktar um Tracy Anderson sem nýlega varð fertug á þessu ári, hún fór til New York til að komast að sem atvinnudansari en eftir rúmt ár í Stóra Eplinu og 18 kílóum þyngri ákvað hún að snúa sér alfarið að líkamsrækt. Tracy notast ekki við þung lóð eins og tíðkast enda leggur hún áherslu á að ná fram hraustu og heilbrigðu útlíti fyrir hvern og einn. Hún hefur framleitt myndbönd fyrir hverja líkamstýpu fyrir sig og myndböndin sem hún gerði fyrir konur til að koma sér í form eftir fæðingu hafa sannarlega slegið í gegn. Hún rekur heilsustúdíó í Los Angeles, New York, The Hamptons og Lundúnum.
Tengt efni: