Hvernig á að æfa með mótspyrnu? Æfingateygjur er eitt af verkfærunum sem geta hjálpað
þér án þess að mæta í ræktina. Ef það er eitthvað sem við vitum eftir 2020,
þá er það að heimaæfingar eru komnar til að vera.
Það þýðir ekki að við viljum ekki fara í ræktina, heldur að við vitum að það er
lítið mál að æfa heima. Við höfum líka séð að það getur verið mjög áhrifaríkt.
Eitt besta verkfærið til að æfa heima eru einmitt æfingateygjur. Ef þú ert efins um
hvað er hægt að gera með æfingateygjum skaltu skoða hvað þær bjóða upp á hér fyrir neðan.
Ef þú notar teygjubönd rétt geturðu byggt upp vöðvamassa og tónað líkama þinn.
Þær eru til í öllum styrkleikum.
Það eru óteljandi æfingar og rútínur sem þú getur gert með þeim og með mismunandi
viðnámi. Þær eru notaðar til að vinna á nánast hvaða líkamshluta sem er.
Það eru endalausar æfingar sem hægt er að finna á netinu
ólíkt tækinu í líkamsræktarstöðinni sem þú hefur aldrei alveg skilið hvernig virkar.
Þú getur tekið þær með þér hvert sem er og þær taka ekki pláss í herberginu þínu, annað en
hlaupabrettið sem hefur verið notað sem fatahengi allt of lengi :)
Ekki leggja þær frá þér þegar þú ert búin að æfa, þær eru fullkomnar til að gera
teygjur fyrir allan líkamann.
Við á Heilsutorgi höfum verið að æfa með æfingateygjur síðustu mánuði til að breyta til
Þær eru komnar inn í öll æfingarplönin okkar.
Hér fyrir neðan eru fjórar hugmyndir af æfingum, allt frá 15 mínútum upp í 30 mínútur
ásamt teygjuæfingum með teygjur.
Kveðja Heilsutorg