Fara í efni

ÁTTU 2%?

Ég var að hugsa um að byrja hreyfa mig
Heilsuþjálfun.is
Heilsuþjálfun.is

„Ég var að hugsa um að byrja hreyfa mig og laga til í mata­ ræðinu en hef bara engan tíma.“ Þær afsakanir sem við 
heyrum eru af öllum stærðum og gerðum. Meðalmaður 
vinnur eða er í skóla 8 tíma á dag. Við ættum einnig að sofa 
um 8 tíma á sólarhring að jafnaði yfir árið. Og þá eru 8 tímar 
eftir í leik og önnur skylduverkefni.
Slepptu afsökunum, þær eru bara að þvælast fyrir þér. Það 
er engin afsökun gild fyrir því að sinna ekki heilsunni. Allir 
geta fundið eitthvað við sitt hæfi, annars væru Ólympíu­ leikar fatlaðra ekki til. Fyrst fatlaðir geta fundið eitthvað við 
sitt hæfi eiga þeir sem eru ófatlaðir fáar afsakanir.
Sumir tala um að þeir vilji ekki stela tíma frá börnunum 
eftir vinnu. Það hlýtur líka að skipta máli fyrir börnin að 
eiga foreldra sem hugsa um heilsuna og eru þannig góðar 
fyrirmyndir. Það má líka mæta fyrir vinnu því að flestar lík­
amsræktarstöðvar eru opnaðar snemma á morgnana og svo 
er alltaf hægt að nota útivistarsvæði til að ganga, skokka 
eða hlaupa. Það þarf ekki mikinn tíma til að bæta heilsuna. 
Hálftími á dag er bara 2% af sólarhringnum. Og 1% af tíma 
þínum er jafnvel nóg til í upphafi − byrjaðu að hreyfa þig í 
hálftíma á dag eða annan hvern dag og skipuleggðu mata­ræðið betur.

Davíð Kristinsson heilsuþjálfari og eigandi Heilsuþjálfun.is