Flestum okkar tekst að halda góðu jafnvægi að mestu leyti átaka- og umhugsunarlaust þar til aldurinn sækir að. Þá breytist sjónin, vandamál koma upp tengd eyrum og hlust, vöðvar rýrna og notkun lyfja eykst. Allt þetta hefur áhrif á jafnvægið. Við misstígum okkur, hrösum oftar og erum lengur að jafna okkur eftir byltur. Erfiðara verður að ganga á ósléttu undirlagi, það reynir á að ganga í myrkri og við verðum almennt óstöðugri.
Allt þetta minnir okkur á að æfa jafnvægið og bæta það og góðu fréttirnar eru þær að það er hægt með einföldum æfingum. Allir sem vilja hugsa vel um beinheilsu sína ættu jafnframt að huga að jafnvæginu. Rannsóknir sýna að unnt er að bæta það með því að stunda tai chi, jóga, styrktarþjálfun og einfaldar jafnvægisæfingar og þannig má jafnvel draga úr tíðni beinbrota.
Í myndbandinu hér fyrir neðan sýnir Gina Galli og Susan E Brown nokkrar einfaldar æfingar sem geta hjálpað okkur til að bæta jafnvægið.
Af síðu beinvernd.is