Árum saman hefur hinn svokallaði BMI þyngdarstuðull verið notaður til að ákvarða hvort að fólk sé í óheilbrigðri þyngd. Þessi aðferð hefur verið nokkuð umdeild og nú á dögunum sýndi ný rannsókn að bandspotti gefur nákvæmari mælingu á yfirþyngd en BMI stuðullinn.
Hvernig förum við að því að nota band í mælingu?
Árum saman hefur hinn svokallaði BMI þyngdarstuðull verið notaður til að ákvarða hvort að fólk sé í óheilbrigðri þyngd. Þessi aðferð hefur verið nokkuð umdeild og nú á dögunum sýndi ný rannsókn að bandspotti gefur nákvæmari mælingu á yfirþyngd en BMI stuðullinn.
Rannsóknarmenn í Oxford Brookes háskólanum í Bretlandi komust að því að með því að mæla hæð með bandspotta, brjóta svo spottann saman og vefja honum um mitti þitt þannig að hann þrengji ekki of mikið að né sé of laus, sé betri mælikvarði á yfirþyngd en BMI stuðullinn.
Kannað var heilsufar og þyngd tæplega 3.000 einstaklinga. Niðurstöðurnar sýndu að rúmlega þriðjungur þátttakenda sem voru í kjörþyngd samkvæmt BMI stuðlinum hefðu talist of grannir samkvæmt spotta-aðferðinni.
BMI stuðullinn hefur verið talinn áreiðanlegur mælikvarði á líkamsfitu fólks og er meðal annars notaður af læknum til að ákvarða hvort að einstaklingar eigi á hættu að þróa með sér ákveðna sjúkdóma. Þó hefur stuðullinn verið gagnrýndur fyrir það hve takmarkaður hann er. Þannig getur einstaklingur sem er stórbeinóttur eða vöðvastæltur talist of þungur eða offitusjúklingur samkvæmt BMI stuðlinum á meðan að manneskja sem er með töluverða kviðfitu, sem er þekktur áhættuþáttur, getur talist í kjörþyngd.
Birt í samstarfi við
Tengt efni: