Auðvitað er lang skemmtilegast að skauta úti við, fá vindinn í fangið og frost á kinn en það er ekki svo einfalt hérna í borginni.
En við eigum alveg frábært skautasvell í Laugardalnum og ég skellti mér á skauta fyrir fáeinum dögum.
Ég er nú nokkuð sleip á skautum þó ég segi sjálf frá og að skauta hratt og kröftuglega um svellið er ansi góð hreyfing. Reynir vel á leggina og handleggi.
Ferska loftið inni í skautahöllinni er svo hressandi, en munið, að það er gott að hafa húfu eða eyrnaskjól, ég klikkaði á því og var með mjög rauð eyru þegar ég kom heim.
Að skauta en enn ein viðbótin við hreyfingu sem er ekki þessi týpíska innanhús líkamsrækt (þó svo svellið sé undir þaki og innandyra þá er ekki svitalykt og táfýla þar).
Það getur öll fjölskyldan farið og eytt skemmtilegum degi á svellinu og ég mæli svo sannarlega með því.
Ég get líka sagt ykkur það að ég datt ekki á hausinn.
En það borgar sig að fara varlega.
Kveðja frá skautadrottningunni.