Margar kannast við að vera alltaf að byrja og hætta. Taka góð tímabíl og detta síðan í mjög slæm í kjölfarið. Þetta getur verið virkilega þreytandi til lengdar og í raun algjörlega skemmandi og veldur óánægju, niðurrifi og uppgjöf.
Hvað er það sem skiptir máli að einblína á þegar kemur að því að skapa sér lífsstíl sem endist?
Þetta er spurning sem er ekki með einfalt svar. Það eru margir þættir sem þarf að horfa til, hugsa um og velta fyrir sér.
Hver og einn hefur sínar sérstöku aðstæður, hugarfar, venjur og sjálfsmynd sem hefur áhrif á hversu vel gengur hjá viðkomandi.
Við hjá HIITFIT.is vildum kafa ofaní þessa hluti og gefa fólki innsýn inní sinn eigin hugarheim. Við settum því upp spurningarkönnun sem getur hjálpað þér að sjá hver gæti verið þín stærsta hindrun þegar kemur að því að lifa heilbrigðara lífi.
Hvort þú sért tilbúin að gera breytingar, hversu líkleg þú ert til árangurs í dag og hvaða skref þú getur tekið til þess að auka líkurnar á árangri.
Við vonum að prófið hjálpi þér fá betri innsýn og gefi þér innblástur til að bæta heilsuna þína.
Heilsukveðja,