Lengjandi vöðvaálag (eccentric) er talið valda þessum skemmdum. En til að einfalda hugtakið, þá er lengjandi vöðvaálag þegar þú ferð t.d. hægt niður og viðheldur vöðvaspennu í hnébeygjunni eða lætur líkamann síga hægt niður í upphífingunum.
1)Ef þú ert að byrja að æfa eftir langa dvöl í sófanum.
2) Ef þú ert að byrja á nýju æfingakerfi með breyttum áherlsum og nýjum æfingum.
3) Ef þú ert að þyngja mikið frá því sem þú ert vanur/vön.
4) Ef þú einbeitir þér meira að lengjandi vöðvaálagi.
Harðsperrur eru alls ekki mælikvarði á góða æfingu. Vanir íþróttamenn sem hafa haldið stöðugleika í æfingum í langan tíma, fá ekki harðsperrur eftir hverja æfingu. Líkaminn þeirra er vanur álaginu og aðlögunarhæfnin hjá þeim er mun betri en hjá þeim sem lítið hreyfa sig. Það þýðir samt alls ekki að þeir séu ekki að taka almennilega á því.
Líkaminn aðlagar sig fljótt að aðstæðum og ef þú ert búin/n að vera að vinna í sömu æfingum, endurtekningafjölda og þyngdum í einhvern tíma, þá minnka líkurnar á harðsperrum þar sem líkaminn hefur aðlagað sig að því ákveðna álagi. Möguleikinn er því til staðar að þú sért orðin/n sterkari og ráðir betur við það álag en áður.
Ekki stressa þig á að fá ekki harðsperrur eftir æfingar því það þýðir alls ekki að þú hafir átt lélega æfingu. Líkamlegur árangur er mælanlegur á marga vegu – Harðsperrur er ekki einn af þeim mælikvörðum og koma árangri því ekkert við.
Af vef FAGLEGFJARTHJALFUN.COM
Vilhjálmur Steinarsson - þjálfari
Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík
Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.
Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.
Nú starfar Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og hefur einnig yfirumsjón með styrktarþjálfun í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig vinnur hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no)
Ásamt því að einkaþjálfa, þá fær Villi til sín íþróttafólk úr öllum áttum í nákvæmar greiningar og mælingar (Vo2 max, mjólkursýruþröskulds mælingar, o.fl) þar sem hann hjálpar þeim að bæta frammistöðu og skipuleggja þjálfun.