Það eru margir á þeirri skoðun að kylfingar velji ekki rétta teiga þegar þeir fara í golf. Rauði þráðurinn í þeirri umræðu er þá oftast að kylfingar leiki á teigum sem henti ekki þeirra getu og þeir ættu því að færa sig á fremri teiga.
Afrekskylfingur á borð við Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar á ekki í erfiðleikum með að leika vel af öftustu teigum. Íslandmeistarinn frá árinu 2009 hefur verið í fremstu röð á Íslandi á undanförnum misserum en hann hefur samt sem áður góða reynslu af því að leika af fremstu teigum af og til.
„Það er frábær þjálfun fyrir mig andlega að leika t.d. af rauðum teigum og fá . . . LESA MEIRA