Á Meistaramótinu verður keppt í eftirfarandi aldursflokkum beggja kynja:
35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri, auk 30-34 ára flokks kvenna – raðað er í aldursflokka miðað við afmælisdag.
Fyrirkomulag keppni:
Mótið hefst báða daga kl. 10:00, áætlað er að því ljúki kl. 13:00, báða dagana. Nafnakall fer fram á keppnisstað 15 mínútum fyrir hverja grein.
Keppnisgreinar:
Laugardagur: 60 m, 200 m, 800 m, kúluvarp, langstökk og hástökk
Sunnudagur: 60 m grind, 400 m, 3000 m, þrístökk, stangarstökk og lóðkast
Skráning:
Opið er fyrir skráningu keppenda til miðnættis fimmtudag 22. Janúar gegnum mótaforrit FRÍ. (þarfnast innskráningar). Einnig er mögulegt að senda skráningu á netfangið skraning@frjalsar.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum 30 mínútum áður en mótið hefst.
Þátttökugjald er 1500 kr. á hverja grein, en að hámarki 4500 kr, sem greiðist áður en keppni hefst. Hægt er að leggja keppnisgjald inn á reikning frjálsíþróttadeildar Ármanns 301-26-001150 kt.491283-0339. Senda skal tilkynningu um greiðslu á netfangið gjaldkeri@frjalsar.is
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum aldursflokki.