Þessi ráð koma frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og er hluti af hjólreiðaátaki sem Landsbjörg, Markið, KRIA, GAP, TRI, Sjóva, Hagkaup og Ellingsen standa fyrir í sameiningu.
Að hjóla snýst ekki bara um að halda jafnvægi. Hjólreiðar snúast um að kunna rétta hegðun á götum og stígum, sýna tillitssemi, taka mið af aðstæðum og vera rétt útbúinn sem hjólamaður.
Götuhjól hafa minna grip en hjól með breiðari dekkjum. Gripið minnkar enn frekar í bleytu og ef sandur er á undirlagi. Hjólum í samræmi við aðstæður og kunnáttu.
Farðu á námskeið eða hjólaðu með hópum til þess að læra að hjóla á öruggan hátt og undirbúa þig rétt
Ertu með frítímaslysatryggingu í þínum tryggingum? Það er ekki víst að þínar tryggingar gildi sért þú að taka þátt í keppnum.
Ef þú hjólar á götu vertu þá einn metra frá hægri kanti og einn metra frá bifreið.
Ef ekki er nægilegt pláss getur hjólreiðamaður þurft að taka ríkjandi stöðu á miðri akrein, öryggisins vegna.