„Þar er sett upp sérstakt prógramm í samráði við sjúklinginn. Hann er spurður á hvaða hreyfingu hann hafi mestan áhuga. Þetta er alls ekki þannig að fólki sé skipað að gera eitthvað heldur reynum við að vera hvetjandi og hjálpa fólki af stað og benda því á hvaða hreyfing gagnist gegn sjúkdómi viðkomandi. Sjúklingur sem þjáist af kvíða og þunglyndi þarf til dæmis annars konar hreyfingu en sá sem er með háan blóðþrýsting,“ segir Auður. Það er svo sjúklingsins að framfylgja áætluninni. Eftirfylgnin er rafræn. Sjúklingurinn fær úthlutað sérstöku svæði á netinu þar sem hann skráir hreyfingu sína og hreyfistjórinn fylgist með hvernig gengur og að sjúklingurinn nái markmiðum sínum. „Ef hreyfistjórinn sér að sjúklingurinn er ekki að fylgja því sem honum er ráðlagt er haft samband við hann strax. Hringt er í viðkomandi til að fylgjast með hvernig gengur og hvort ástæða sé til að breyta því sem ráðlagt var í upphafi.“ Auður segir að þeir sem hafi ekki aðgang að tölvu eða treysti sér ekki til að nota tölvu geti hringt í sérstakt símanúmer og lesið inn boð um hvað þeir hafi verið að gera. Símtölin skráist sjálfkrafa inn á netsvæði viðkomandi. Sjúklingar sem fá ávísað hreyfiseðli hjá lækni fá ekki . . . LESA MEIRA