Fyrir þá sem ekki vita, þá er Tabata lotuþjálfun mjög sérstök þjálfunaraðferð og þarf að vera framkvæmd á vissan hátt til þess að hún teljist sem Tabata.
Ein Tabata lota stendur yfir í 4 mínútur. Ekki lengur, ekki skemur. 4 mínútur. Þessum fjóru mínútum er skipt niður í 8 smá lotur sem samanstanda af 20 sek vinnu á móti 10 sek hvíld.
En það sem virðist oft gleymast að greina frá er að þegar Tabata lotuþjálfun er framkvæmd, þá þurfa þessar 20 sek af vinnu að vera framkvæmdar á fullu gasi, 100% ákefð. Ekki 60% eða 75%, heldur 100%.
Þá hugsa margir eflaust að ekki sé hægt að halda 100% ákefð í þennan tíma, en 100% ákefð er í raun þú að gefa allt þitt í hverja smálotu. Þó svo að hraðinn/þyngdir minnki eftir því sem líður á lotuna, þá ert þú samt að gefa þitt allra besta.
Grein frá faglegfjarthjalfun.com
Vilhjálmur Steinarsson
Menntun:
Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík
Námskeið:
Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.
Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.
Nú starfar Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og hefur einnig yfirumsjón með styrktarþjálfun í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig vinnur hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no)
Ásamt því að einkaþjálfa, þá fær Villi til sín íþróttafólk úr öllum áttum í nákvæmar greiningar og mælingar (Vo2 max, mjólkursýruþröskulds mælingar, o.fl) þar sem hann hjálpar þeim að bæta frammistöðu og skipuleggja þjálfun.