Þess vegna er nýr liður á íbn.is: jógategundin, því að okkur grunar að fleiri séu í sömu sporum.
Framundan munum við kynnast örlítið einni aðferð í einu til að skilja hvaðan tegundin kemur og hvað einkennir hana. Þar sem það er spennandi workshop næstu helgi í Barkan jóga sem við vissum ekki mikið um, ákváðum við að forvitnast um uppruna þess.
Barkan jóga er tegund af „heitu jóga“ sem kemur af Hatha Yoga frá hefð í Kalkútta í Indlandi. Þó að rætur aðferðarinnar liggi þar þá hefur einnig verið blandað við öðrum tegundum að jóga til að auka fjölbreytni hreyfingarinnar og jógastaða. Jóga tímarnir eru svo æfðir í hituðu herbergi til að teygja vel á líkamanum og styrkja mismunandi svæði hans. „Æfingin gefur þér kraft, jafnvægi og endurræsir líkamann“, segir á heimasíðu jógaskólans. Þeir bæta einnig við að „ ef þú stundar þetta reglulega muntu ná líkamlegri, huglegri og andlegu samræmi sem mun smitast út í lífið“.
Jimmy Barkan er sprenglærður jógakennari sem nam jóga á Indlandi á níunda áratugnum. Hann er talin vera einn af brautryðjendum jóga í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði og kenndi jóga löngu áður en það var vinsælt þar. Eftir áratugi í ástundun og kennslu fór hann að kenna „The Barkan Method of Hot Yoga“ árið 2002 og kenna þá aðferð til jógakennara víða um heim. Hann hefur þó útskrifað jógakennara síðan 1986 og hefur því talsverða reynslu í þeim málum og leitast eftir því í kennslu sinni að jógakennarar finni sína eigin rödd og noti sína hæfileika í kennslu.
Jimmy lærði á tímabili hjá hinum umdeilda Bikram Choudhury en opnaði svo sitt fyrsta jógastúdíó í Flórída árið 1983. Þó ber alls ekki að rugla saman Bikram jóga og Barkan jóga.
Bikram jóga er mjög ströng tegund af heitu jóga þar sem kennarar fara eftir ákveðnu handriti og halda heraga í tímanum. Jimmy Barkan hefur þó búið til skemmtilegri útgáfu af heitu jóga þó að þessi tegund jógaæfinga sé einnig mjög krefjandi. Tímunum fylgir oftast tónlist og kennarnir setja sinn stimpil á jógatímana sem verða þannig fjölbreyttir en vissulega misjafnlega góðir. Svo að góður kennari þýðir góður tími!
Flestar jógaæfingar eru hannaðar til að vinna bæði með líkaman og líffærin. Þær hjálpa til við starfsemi hjartans, lifur, nýrum og smáþörmunum. Í Barkan jóga styrkjast einnig liðir og vöðvar því og sagt er að hitinn hjálpi þeim sem eru með verki í liðunum, sérstaklega í gegnum kalda vetur. Einnig er sagt að hitinn geti aukið brennslu á meðan æfingu stendur og hreinsað út meiri eiturefni en í köldu rými
Barkan jóga er oftast bara kallað Hot Yoga og er meðal annars kennt í nýju jógastöðinni Sólir, Grandagarði, þar sem námskeiðið með stofnandanum Jimmy verður haldið næstu helgi.
Munið svo að fá ykkur kókosvatn eftir tímann!
Ef við gleymdum einhverju mikilvægu, eða þú vilt segja þína skoðun á þessari jógategund, endilega skildu eftir athugasemd hér fyrir neðan.
kv.