Ótal sögur af mataræði hennar hafa lent á síðum slúðurblaða og sú nýjasta sem við rákum augun í var að hún lifði á barnamat úr dós. Jennifer var spurð að því um daginn hvort hún lifði á barnamat. „Sorrý, en síðast þegar ég borðaði barnamat síðast var ég 1 árs. Ég hef verið á föstu fæði í rúm 40 ár.“
En hvernig heldur þú þér þá í svona frábæru formi?
„Því miður er engin auðveld skyndilausn. Ef þú vilt líta vel út og vera hraust þá þarftu að æfa reglulega og borða hollt. Það er bara þannig.“
Jennifer segist hafa prófað allskyns megrunarkúra og mataræði í gegnum árin. „Lágkolvetna fæði, 5:2, sítrónukúrinn, Paleo og hvað þetta heitir allt.“
Grein af sykur.is