Mikilvægt samt að lyfta ekki of þungu. Æfðu oft í viku með lóðum, gerðu margar endurtekningar en ekki of þungt. Passaðu þig samt á að eftir reglulegar æfingar í 3-4 vikur með lóðum þá er hægt að þyngja örlítið eftir föngum.
Jóga, body pump, tabata, stöðvaþjálfun og ýmiskonar önnur þjálfun hjálpar þér að byggja upp vöðva. Þess konar æfingar eru góð forvörn gegn beinþynningu og tóna þig til. Einnig hjálpa þær til við að ná upp styrk og liðleika. Mættu reglulega nokkrum sinnum í viku í slíka þjálfun.
Ef þú ert að reyna að grenna þig þá er mælt með því að brenna eftir styrktaræfingar en ef þig langar að byggja upp vöðva þá ættir þú að brenna fyrst og lyfta svo. Brennsluæfingar brjóta nefninlega niður vöðvaþræði og því erfiðara að byggja upp vöðva ef þú brennir alltaf á eftir.