Góðan daginn.
Jæja komin fimmtudagur og skólatörn framundan.
Síðan er það London og skemmtileg helgi .
Markþjálfanámið heldur áfram og þetta nám tekur á mann .
Þetta hrærir upp í öllum tilfinningum.
Búin að fara sjálf í gegnum annsi marga markþjálfunartíma og sveimér þá ef þetta hefur ekki bara styrkt mig.
Og á næstunni fer ég af krafti í að markþjáfa og koma mér upp æfingartímum fyrir alþjóðlegt próf sem ég þarf svo að skella mér í sem fyrst
Þegar að ég byrjaði í náminu vildi ég verða Heilsumarkþjálfi.
Í dag er ég ekker að pæla í því lengur.
Ætla bara að verða góður markþjálfi sem hefur gaman af lífinu .
Heilsan er samt fyrir öllu.
Alveg sama hvert er litið ef við eigum heilsuna góða eru okkur allir vegir færir.
Í dag met ég heilsuna mína svo mikið að ég tek ekki sénsa.
Ég mæti í ræktina því ég verð sterkari með hverjum deginum sem ég græja þetta
Lyfti sem "Lína Langsokkur" afþví ég finn að vöðvarnir styrkjast og ég hef meira vald yfir líkamanum.
Puða í poll því úthaldið eflist með hverjum tímanum sem ég mæti og hef gaman af.
Þetta kemur mér endalaust á óvart.
Súkkulaði kleinan sem ekkert gat hérna fyrir 2 árum.
En ef mætt er og aldrei gefast upp....þá er aldrei að vita hvert þú kemur sjálfum þér.
Ég ætla alla leið!
Bara rétt að byrja :)
Jæja best að fara koma sér í gírinn og sitja á skólabekk frá 9-17 í dag.
Langur strangur dagur en frábært alveg að finna sér nám sem manni finnst gaman af.
Sérstaklega þar sem mitt nám nýtist mér ekki lengur sem skildi.
Því það koma veikindi upp og maður þarf að finna sér annan farveg.
En svoleiðis er bara lífið og um að gera vera ekkert að pæla í því of mikið.
Heldur njóta þess að lifa lífinu lifandi :)
Eigið góðan dag.