Mikil stemming ríkir í Gamlárshlaupi ÍR, hvernig sem viðrar, en auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir, jafnvel heilu hlaupahóparnir, til leiks íklæddir grímubúningum, Að sjálfsögðu er hart barist um að hljóta verðlaun fyrir frumlegasta búninginn. Aðrir taka hlutina hins vegar mjög alvarlega og mæta vopnaðir sínu harðasta keppnisskapi og setja markið á ekkert nema bætingarhlaup á þessum síðasta degi ársins enda leiðin slétt og einföld.
Á síðasta ári luku 1100 þátttakendur hlaupinu og vonumst við eftir að enn fleiri mæti og kveðji árið með okkur. Það sem er áhugavert er hve þáttur erlendra hlaupara fer stækkandi ár frá ári og er hreint ótrúlegt hvað þessi hópur þátttakenda er ánægður með hlaupi og félagsskapinn.
Áhorfendur sem mæta við Hörpuna og á Sæbrautina á Gamlársdag mega því eiga von á að sjá skrautlega og kynlega kvisti á hlaupum eftir Sæbrautinni.og það er um að gera að hvetja og hafa gaman.
myndir af vef hlaup.is