Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að hægt sé að koma í veg fyrir 8 af hverjum 10 tilfellum af hjartasjúkdómum í heiminum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að hægt sé að koma í veg fyrir 8 af hverjum 10 tilfellum af hjartasjúkdómum í heiminum.
Þar eru ýmiskonar þættir sem hafa áhrif á þróun hjartasjúkdóma og hægt er að hafa bein áhrif á, bæði samfélagslegir og hjá hverjum og einum einstaklingi. Lífsstíll spilar þar stærstan hluta og með heilbrigðari lífsstíl er hægt að koma í veg fyrir ótrúlega mikla þjáningu, ekki bara vegna hjartasjúkdóma heldur vegna ýmiskonar sjúkdóma sem lífsstíll hefur áhrif á.
Sumarið er tími breyttra venja. Við notum grillið meira, ferðumst meira, erum meira úti og rútínan verður önnur. Sumarið er því góður tími til að byggja upp og byrja að móta nýjar venjur þegar kemur að lífsstíl, mataræði og hreyfingu. Það er magnað hvað lítið getur breytt miklu. Hér á eftir koma ráðleggingar um hreyfingu fyrir heilbrigðara hjarta.
Sumarhreyfingin, byrjaðu smátt
Hugsaðu um að fá hreyfingu í daglegum venjum og náðu hjartslættinum upp þegar þú getur. Allt telur þegar hreyfing er reiknuð saman.
- Taktu stigann þegar þú getur. Byrjaðu á að labba alltaf ef þarft að fara eina hæð, svo tvær og svo þrjár.
- Leggðu bílnum lengra frá búðinni og lengra frá vinnunni.
- Farðu í göngutúr með hundinn hvort sem þú átt hund eða ekki. Konur sem ganga að minnsta kosti eina klukkustund í viku eru í 50% minni hættu á að fá hjartasjúkdóma.
- Auktu hraðann, það lækkar blóðþrýsting. Fólk sem breytir gönguhraða sínum úr hægum í hraðan í að minnsta kosti klukkutíma á dag minnka líkur sínar á því að deyja af völdu hjartasjúkdóms um 50%. Ef þú telur með allt sem þú gengur allan daginn alla daga þá telur þetta fljótt.
- Flýttu þér við skylduverkin, taktu tímann. Skúraðu gólfin t.d. á meiri hraða en síðast, ryksugaðu húsið, þrífðu bílinn og sláðu garðinn og skráðu tímann. Þú þarft að gera þetta hvort eð er og getur þá alveg eins nýtt þetta sem líkamsrækt. Þú gerir marga hluti í viku hverri sem fá nýjan tilgang þegar þeir fá hjartað til að slá hraðar með því að gefa aðeins í. Kepptu við sjálfa/n þig, bættu heilsuna og minnkaðu tímann sem fer í húsverkin í leiðinni.
Smelltu HÉR til að klára að lesa þessa grein til enda.
Heimild: hjartalif.is