Fara í efni

P.R.I.C.E. meðferð - grein frá Netsjúkraþjálfun

Margir hafa eflaust heyrt um R.I.C.E. eða P.R.I.C.E. meðferð. Það er sú meðferð sem notuð er stuttu eftir að áverki hefur átt sér stað og er sérstaklega árangursrík fyrstu 24-72 klukkustundirnar.
P.R.I.C.E. meðferð - grein frá Netsjúkraþjálfun

Margir hafa eflaust heyrt um R.I.C.E. eða P.R.I.C.E. meðferð. Það er sú meðferð sem notuð er stuttu eftir að áverki hefur átt sér stað og er sérstaklega árangursrík fyrstu 24-72 klukkustundirnar.

 

Hér að neðan mun ég fara yfir hvað P.R.I.C.E. stendur fyrir:

P = Protection: Forðast frekari meiðsli á svæðið. Til dæmis að ef áverki hefur orðið á fótlegg að hlífa honum við þungaburði. Semsagt að koma í veg fyrir álag á svæðið þar sem áverkinn hefur orðið.

R = Rest: Hvíld er mikilvæg fyrir bata. Þegar talað er um hvíld er hugtakið „ virk hvíld” oft notað sem þýðir að leggja ekki þungaberandi álag á áverkasvæðið en framkvæma frekar mjúkar og verkjalausar æfingar sem einblína að því að taka út hreyfiferilinn í liðum kringum áverkann. Sýnt hefur verið fram á að þesskonar æfingar flýta fyrir bata.

I = Ice: Lengi hefur verið mælt með kælingu beint eftir áverka til að draga úr bólgu og minnka verki. Síðustu ár hafa verið mjög skiptar skoðanir á þessum hluta en margir kjósa þó enn að nota kælinguna þó sé ekki nema til að fá verkjastillinguna. Bæði er hægt að nota kælipoka sem hægt er að kaupa í apótekum, láta klaka í poka, nota frosið grænmeti eða það sem er næst hendi. Mælt er með því að hafa kælinguna ekki í meira en 10-15 mín í senn til að verja húðina en það má endurtaka 3-5 sinnum yfir daginn. Ef húðin verður flekkótt eða upphleyft þá ætti að stoppa kælingu en eðlilegt að húðin roðni.

C = Compression: Þrýstingur á áverkasvæðið, eins og til dæmis teygjubindi. Þrýstingurinn dregur úr bólgu á svæðinu og veitir léttan stuðning. Þrýstingurinn á að byrja aðeins fyrir neðan og ofan áverkann. Talað er um miðlungs þrýsting á svæðið, viðkomandi á ekki að finna fyrir dofa, tilfinningaleysi eða breytingar á lit húðarinnar. Annaðhvort að taka af sér teygjubindið á nóttunni eða losa vel um það og láta það svo aftur á næsta morgunn.

E = Elevation: Mælt er með upphækkun undir áverkasvæðið til að hjálpa til við að lágmarkaa bólgu. Samhliða minnkaðri bólgu eru oft minni verkir og hreyfiferill ekki eins skertur. Það getur svo flýtt fyrir batanum. Gott er að huga að upphækkun undir áverkasvæðið sem oftast yfir daginn og á nóttunni ef mögulegt er. Upphækkun hefur mestu áhrifin fyrstu 24-48 klukkustundirnar eftir að áverki skeður.

Með því að fylgja þessum atriðum að ofan er talið að hægt sé að flýta töluvert fyrir bataferlinu.

Grein af vef netsjukrathjalfun.is

 

Heimild:

Angela M. Tripp, M., MS. (2014). The P.R.I.C.E. Protocol Principles. (Sótt 5.maí 2016 af http://www.sports-health.com/treatment/price-protocol-principles).