BMI Stuðull - Reiknivél
BMI, Body Mass Index, er stuðull sem notaður er til að mæla þá sem geta verið í
áhættuhóp vegna þyngdar. Þetta er vísbending um næringarástand, bæði undir
kjörþyngd og yfir. Þetta er ekki mælikvarði á fituprósentu eða heilsu einstaklings.
Hversu mikið vatn á að drekka - Reiknivél
Reiknivél fyrir vökvaþörf tekur mið af magni líkamlegrar hreyfingar á hverjum degi.
Það sýnir mat á því hversu mikinn vökva maður þarf að drekka yfir daginn til að vera vel
vökvaður og ná hámarksafköstum.
Prótein inntaka - Reiknivél
Próteininntaksreiknivélin áætlar magn próteins sem einstaklingur þarf að borða á dag.
Miðað við núverandi líkamsþyngd og þjálfunarmarkmið, er áætlað hversu
mörg grömm af próteini á að borða samtals á dag.
Púls - Reiknivél
Púlsreiknivélin mælir með kjörpúlsi til að miða við, meðan á hreyfingu stendur eins og að
hlaupa eða hjóla, byggt á sérstöku þjálfunarmarkmiði. Ráðlagður hjartsláttur er mat,
byggt á hámarks hjartslætti. Það getur verið mismunandi fyrir hvern einstakling.
Grunn Efnaskipti (BMR) - Reiknivél
BMR, sýnir hve margar kaloríur á dag líkami einstaklings þarf til
að framkvæma grunn efnaskipti. Ekki er tekið tillit til auka kaloría sem brennt er við
líkamsrækt, svo sem þjálfun.
Efnaskipti út frá allri hreyfingu (TDEE) - Reiknivél
Reiknivél sem sýnir samtals daglega orkunýtingu og áætlar fjölda kaloría sem einstaklingur
brennir yfir daginn út frá allri hreyfingu.
Svefn - Reiknivél
Svefnreiknivélin mælir með því hvenær eigi að fara að sofa til að vakna hress. Hún bendir á
svefntíma byggðan á stigum svefns. Hafðu í huga: Reiknivélin tekur ekki tillit til þess
hve lengi maður er að sofna. Að meðaltali tekur það um það bil 14 mínútur að sofna.
Kolvetni - Reiknivél
Kolvetnisreiknivélin mælir með magni kolvetna á dag. Miðað við æfinga-ákefð er gefið upp
áætlun um hversu mörg grömm af kolvetnum einstaklingur ætti að borða yfir daginn.
Kaloríubrennsla reiknuð út frá hjartslætti - Reiknivél
Reiknivélin sem byggir á hjartslætti og gefur mat á fjölda kaloría sem þú brennur á
meðan á líkamsþjálfun stendur. Áætlaðar kaloríur sem þú brennir, eru byggðar á
meðal hjartsláttartíðni meðan á líkamsþjálfun stendur, lengd líkamsþjálfunar og aldri viðkomandi.
Hlaupameðalhraði - Reiknivél
Reiknivél hjálpar til við að ákvarða hlaupahraða fyrir hlaup
eða reikna út hraða á fyrri hlaupum. Hraðareikninn er hægt að nota með því að
velja fjarlægð eða slá inn fjarlægð í km og tíma.
Líkamsfita - Reiknivél
Reiknivél líkamsfitu áætlar líkamsfituprósentu. Það notar hæð, mitti og hálsmælingar
til að ákvarða ummálsgildi þitt. Mælingar á mjöðm eru einnig með í útreikningum fyrir konur.
Heimild runtastic.com