Ingveldur Hafdís Karlsdóttir, ávallt kölluð Inga Dís.
Ég varð fertug á árinu. Er fædd og uppalin í Njarðvík en hef búið á höfuðborgarsvæðinu síðustu 20 árin.
Er útskrifuð sem bókasafns- og upplýsingafræðingur frá HÍ, en starfa í dag sem deildarstjóri almannaskráningar hjá Þjóðskrá Íslands.
Það kemur væntanlega ekki á óvart en mín áhugamál tengjast einkum hreyfingu, það er erfitt að ætla að koma fleiri áhugamálum að en þau sem ég stunda þessa dagana. Ef það eru ekki hlaupin þá eru það hjólreiðarnar en svo er ég að vinna að því að gera sund og gönguskíði að áhugamáli. Það þarf nefnilega stundum að vinna að því að eitthvað teljist áhugamál en ekki kvöð saman ber að læra að njóta og hafa gaman að skriðsundi. Það er að minnsta kosti rosalega gaman eftir sundæfingu, ég hef trú á því að sund verði áhugamál árið 2017 eða svo vona ég að minnsta kosti.
Ég á engan bakgrunn í íþróttum og get ekki státað mig af því að hafa stundað keppnisíþróttir á yngri árum þótt ég hafi mátað mig við nokkrar íþróttir eins og börn jafnan gera. Ég steig upp úr sófanum rúmlega þrítug og fór að skokka á milli ljósastaura – það er minn bakgrunnur.
Gamlárshlaup ÍR er eitt af elstu götuhlaupum sem haldin eru hér á landi og hefur hlaupið aldrei fallið niður frá því að það fór fyrst fram árið 1976. Þá voru þátttakendur 10 og hlaupaleiðin var 9,3 km. Hlaupaleiðin var nokkurn vegin sú sama í rúmlega 20 ár og var rás- og endamark við ÍR-húsið sem þá var við Túngötu á móts við Landakotsspítala. Hlaupinu var breytt í 10 km hlaup árið 1998 og fram til ársins 2010 var rás- og endamarkið við Ráðhús Reykjavíkur. Síðan árið 2011 hefur núverandi braut verið hlaupin sem hefst og endar fyrir framan Hörpuna. Þátttakendum hefur fjölgað mjög síðan fyrsta hlaupið var haldið en undanfarin ár hafa ekki færri en um 1100 tekið þátt. Flestir bestu hlauparar landsins taka þátt í hlaupinu en á síðari árum hefur fjölgað mjög þeim hlaupurum sem ljúka árinu með því að skokka 10 km í góðum hópi án þess að vera að hugsa um að bæta tímann sinn og þá gjarnan mætt í skrautlegum búningum og mynda hálfgerða karnival stemmingu. Einnig hefur fjölgað þeim útlendingum sem taka þátt í hlaupinu og upplifa við það frábæra stemmingu og tengingu við íslenska veðráttu og íslenskt hlaupasamfélag.
Það að hafa rásmark og mark við Hörpuna hefur haft mjög jákvæð áhrif á alla umgjörð hlaupsins. Það er nóg af plássi fyrir alla þátttakendur fyrir og eftir hlaup inn í Hörpunni sem er mikilvægt fyrir stóran hlaupaviðburð sem fer fram á þessum árstíma. Það myndast frábær stemming á meðal skrautlegra hlaupara sem koma saman inni í hlýjunni fyrir og eftir hlaup – það verður einskonar karnival stemming. Fyrir okkur hjá ÍR sem höldum hlaupið eru líka mjög margir kostir við Hörpuna sem lúta að sjálfri framkvæmdinni en við byrjum fyrir kl. 8 um morguninn að stilla upp, afhenda númer og skrá þá sem ekki forskráðu sig og deginum lýkur ekki hjá okkur fyrr en klukkan er langt gengin fimm.
Mér finnst ávallt minnistætt og gaman að sjá þegar hópur vina taka sig saman og leggja metnað í búningagerð þar sem allir eru eins t.d. eins og í síðasta ári þegar hlaupahópur Stjörnunnar fjölmenntu sem strumpar eða Hlaupahópur Þríkó mætti sem sögurpersónan „hvar er Valli“ og því eru þeir búningar minnisstæðir. Annars er mér sennilega allra minnisstæðastur forlátur uppblásinn súmókappabúningur sem stímdi frammúr mér þegar ég tók í fyrsta sinn þátt í Gamlárshlaupi ÍR sem jafnframt var í fyrsta sinn sem ég náði þeim áfanga að hlaupa 10 km.
Já í ár verður auk 10 km hlaups boðið upp á 3 km skemmtihlaup þannig að nú ættu sem flestir að geta tekið þátt, jafnt byrjendur sem börn. Í 3 km skemmtihlaupinu ætlum við fyrst og fremst að leggja áherslu á að allir geti verið með í stemmingunni, líka þeir sem ekki treysta sér til að hlaupa 10 km. Engin formleg tímataka verður í 3 km hlaupinu og áherslan því fyrst og fremst á að vera með og hafa gaman.
Það hefur mælst vel fyrir að hafa hraðastjóra og höldum við því áfram í ár en mörgum sem eru óreyndir finnst gott að hafa þá til að leiða sig í gegnum hlaupið á hentugum hraða.
Að sjálfsögðu verðum við með fjöldann allan af útdráttarverðlaunum eins og undanfarin ár, en við höfum haft það að leiðarljósi að geta veitt mörgum útdráttarverðlaun frekar en hafa færri en stærri vinninga. Við viljum að sem flestir hafi tækifæri til þess að hreppa útdráttarverðlaun.
Ostur, egg og sennilega barasta tómatsósa.
Ég er mikil steikarkona – elska steikur álíka mikið og pizzur. Ég á í reynd engan uppáhalds matsölustað, sæki því miður meira skyndibitastaðina en veitingastaðina.
Nei, það fer því miður sífellt minna og minna fyrir lestri hjá mér. Það sem eitt sinn var mitt helsta áhugamál hefur vikið fyrir öðru. Á náttborðinu er sænskur krimmi sem heitir Krákustelpan sem otað var að mér með þeim fyrirmælum að hana þyrfti ég að lesa og ég ætla að hlýða því þótt ég sé almennt lítið fyrir krimma. Les hana á milli jóla og nýárs þótt hún sé víst ekki í anda jólanna. Annars eru þær eru margar góðar bækurnar sem ég hef lesið í gegnum tíðina og að mínu mati hefur staður og stund mikil áhrif á það hvernig maður upplifir bók. Ef nefna á eina þá er það sennilega Hundrað ára einsemd.
Dreg upp kortið og splæsi einhverju á mig sem tengist áhugamálunum þótt það kunni ekki að teljast nauðsynlegt eða mikivægt fyrir ástund eða árangur ... þó vissulega hvetjandi.
Það ku vera mantran „haltu fókus“ sem er endurtekin í sífellu.
Á þeim stað sem ég er á í dag – hamingjusöm, drifin áfram við að vilja gera sífellt betur og við góða heilsu sem gerir mér kleift að stunda áhugamálin sem eru mér svo mikilvæg.