Svefnleysi hægir verulega á brennslu líkamans og kveikir, í þokkabót á kolvetnaþörf
sem er erfitt að standast. Svefnleysi er því óvinur númer eitt.
Hægt og rólega er ekki alltaf málið þegar kemur að æfingum, sýnt hefur verið fram á að Interval
þjálfun (HIIT), þar sem hraði er keyrður upp með reglulegu millibili, er mjög áhrifarík fitubrennsla
og skapar þennan eftirsóknaverða eftirbruna, þar sem líkaminn heldur áfram að brenna eftir æfinguna.
Umræður um morgunmat hafa verið heitar í gegnum tíðina en fleiri og fleiri rannsóknir sýna fram
á að morgunmatur leiðir til hærri brennslu yfir daginn og þeir sem sleppa morgunmat verða ennþá
svengri þegar líður tekur á daginn og borða meira seinnipartinn og á kvöldin.
Aukinn vöðvamassi þýðir aukin brennsla í hvíld. Sterkir tónaðir vöðvar elska að takast á við dagleg störf.
Yoga á móti gefur svo jafnan vöðvamassa og heldur liðleika, en allt eykur þetta brennslu yfir daginn.
Of lítið vatn hægir á öllu kerfinu, og við vitum líka að það er erfitt að muna eftir að drekka vatn.
Settu þér markmið að klára einn og hálfan líter á dag til að byrja með. Það er léttara en þú heldur.
Kíktu á greinina „Staðreyndir um vatnsdrykkju“
Reyndu að bæta hreyfingu og þolþjálfun við, hvar og hvenær sem þú getur. Taka stiga í stað lyftu.
Leggja lengra frá matvöruversluninni. Allt hjálpar til að bæta í þolið.
45 mínútna hjólatúr eykur brennslu í 10 til 12 tíma á eftir.
Ákveðnar fæðutegundir auka brennslu svo veldu vel hvað þú borðar (sjá hugmyndir hér)
Góð blanda af próteini, fitu og kolvetnum gera það að verkum að líkaminn blómstar.
Á vef heilsutorgs er endalaust af frábærum uppskrifum til að nýta sér.
Koffín eykur fitubrennslu í allt að 3 klst. en of mikið snýst í andhverfu sína svo hafðu kaffið í hófi.
Grænt te er fullt af andoxunarefnum og hitaeiningasnautt og því kjörinn drykkur í niðurskurði en
rannsóknir sýna að grænt te eykur líka brennslu. Tvöfaldur plús.
Vísindamenn hafa fundið að bara 10 mínútna hlátur nær að auka brennsluna svo um munar.
Að vera lífsglöð er það besta sem hægt er að gera fyrir líkamann, heilann og brennsluna.