Zumba er fyrir alla.
Í Valsheimilinu að Hlíðarenda eru haldin vinsæl Zumba partý þrisvar í hverri viku.
Það eru hjónin Jóhann Örn Ólafsson og Theodóra S Sæmundsdóttir sem eiga og reka Dans & Jóga sem bjóða upp á þessi partý sem eru öllum opin.
Zumba er eitt stærsta vörumerkið í líkamsrækt í öllum heiminum.
Fyrirtækið er bandarískt en Zumba leiðbeinendur finnast á 200 þúsund stöðum í 180 löndum um allan heim.
Í hverju partý í Gamla salnum í Valsheimilinu leiða Jói og Thea ásamt Hrafnhildi sem er systir Jóa, þáttakendur í gegn um einföld dansspor við dúndur tónlist sem er blanda af vinsælu poppi, suðrænni músik eins og Salsa, Merengue, Cumbia og Cha cha cha og fleiri ryþmum frá ýmsum heimshornum. Partýið stoppar aldrei í 60 mínútur. Þáttakendur sem eru á öllum aldri gleyma sér í partýinu, skemmta sér konunglega og taka vart efitr því að um leið brenna upp hundruðir hitaeininga.
Partýin eru alla þriðjudag og fimmtudaga kl. 19:15 og laugardaga kl. 11. Partýin eru alltaf öllum opin svo hægt er að mæta án þess að skrá sig sérstaklega og greiða fyrir staka tíma. Einnig er hægt að kaupa 10 og 5 tíma klippikort sem er mun hagstæðara en að kaupa staka tíma. Hagstæðast og gagnlegast er þó að kaupa námskeið sem standa í nokkrar vikur hvert. Námskeiðin hefjast í janúar, mars, í lok apríl, byrjun ágúst, byrjun september og í lok otóber.
Þriðjudaginn 21. apríl hefst nýtt 8 vikna námskeið sem stendur fram til 9. júní. Þeir sem skrá sig á námskeið njóta bestu kjaranna, geta mætt í öll partýin og náð góðum árangri hvert svo sem markmiðið er. Þeir sem skella sér á námskeið verða glaðari, sterkari, úthaldsbetri og ennþá ánægðari með sig en áður. Þeir sem vilja léttast eða grennast ná árangri með því að mæta í Zumba svo lengi sem gott mataræði, vatnsdrykkja og hvíld eru höfð með í prógramminu.
Í Gamla salnum í Valsheimilinu eru engir speglar. Bara gott dansgólf, háir pallar sem kennararnir dansa uppi á, dúndur græjur sem skila tónlistinni beint í æð á þáttakendum og fullt af skemmtilegu fólki sem allt er mætt til að gleyma sér um stund, finna gleði og smita gleðinni út frá sér.
Á Facebook síðu Dans & Jóga má finna skemmtileg ummæli sem þáttakendur hafa skrifað þar inn.