Góðan daginn.
Stundum hugsa ég hjálpa svona myndir einhverjum?
Þær hjálpa mér mikið.
Því ég sé ekki munin sjálf nema með myndum.
Ég er og verð alltaf stóra feita Sólveig.
Og það er ekki sagt í neinum hæðnistón.
Þannig er minn hugur.
Þótt kílóunum fækki.
Þá situr eftir sama manneskjan.
Sú manneskja hættir ekkert að vera sú sem áður var.
Ég hef burðast með aukakíló allt mitt líf.
Stundum hafa þau verið mörgum tugum yfir.
Kíló eru bara kíló.
Þau koma og fara.
En sama manneskjan er alltaf til staðar.
Ég mun alltaf líta á mig sem offitu sjúkling.
því þótt ég hafi náð tökum á mínum huga og líkama í dag er framtíðin óráðin.
Ég nýt dagsins í dag leiri dögum er mér ekki endilega lofað.
Að ætla halda að það sé hægt að breyta manneskju yfir i allt aðra manneskju bara með kílóum .
Neibb.
Þannig virkar þetta ekki.
En líðanin við að missa kílóin og lífsgæðin eru mun betri.
En sama manneskjan er samt sem áður til staðar.
Sömu vandamálin.
Þau hverfa ekki með kílóum.
Maður lærir að lifa með vandamálunum og jafnvel leysir úr þeim.
Lífsstílsbreytingu þarf til við þetta allt saman.
Það þarf að breyta hugarfari og öllum hugsunum.
Temja sér betri venjur.
Hugsa út fyrir boxið.
En það er oft erfitt þegar að fólk sér aðra manneskju út úr manni.
Ég hef miklu breytt sjálf til að komast á þann stað sem ég er á í dag.
Bæði líkamlega og andlega.
En ég er alveg sama manneskjan.
Sum vandamálin sem ég átti áður hef ég afgreitt.
Önnur fylgja mér áfram.
Og þannig er þetta bara.
Við erum öll með okkar bakpoka.
Og stundum náum við að léttann en stundum er hann yfirfullur.
En pössum upp á þenann eina líkama sem við fáum.
Hann þolir ekki allt.
Og þarf virkilega á smá dekri að halda öðru hverju.
Bæði líkami og sál.
Njótið dagsins <3