Góðan daginn.
Einu sinni var kona sem fann alltaf afsökun fyrir öllu :)
Hún gat ekki hreyft sig þvi svo "slæm"
Hún var með MS sjúkdóminn svo ekki hægt að gera margt.
Alls ekki fara í leikfimi.
Alls ekki hreyfa sig of mikið því gæti versnað.
Með vefjagigt , slitgigt, MS, rósrauða, með slæma áverka á baki eftir að hafa þríbrotnað við að labba yfir göngubraut og fá bíl inn í sig miðja...drukkin ökumaður, alvarlegt bílslys keyrt utan í hana og hlaut beinbrot á fæti og alvarlegan hálsáverka, brotnað illa í skíðaslysi á fæti, með 60 kíló aukalega að bera!!!
Gæti haft þennan lista lengri.
En ég nenni ekki lengur að festast í því sem er búið :)
Jú ég er ennþá með minn sjúkdóm.
Og beinin mín hafa komið sér saman :)
Og ég er alls ekki með skrokk á við 20 ára skvísu :)
En í dag er ég 50 kílóum léttari.
Þessi kona ákvað nefnilega að hætta nota afsakanir.
Og bara kíla á lífið :)
Ýta sjálfri sér aðeins lengra og hoppa ofan af fjallsbrún ef með þarf.
Þessi rúm 50 kíló fóru með breyttu hugarfari.
Ég borðaði af mér kílóin.
Og æfi líkamann upp i að vera sterkari en ég áður verið.
Mæti í líkamsrækt 5 sinnum í viku.
Og ég lyfti, hleyp, boxa, tabata, Body pump, Zumba, púltíma, æfi með þung lóð sem verða aðeins þyngri með hverri vikunni sem líður :)
Ég gef sjálfri mér aldrei afsökun á að mæta ekki.
Það er ekki í boði.
Ég á sunnudagana rólega.
Því hvíldin í svona hamagang er manni jafn mikil nauðsyn og að ýta sjálfri sér aðeins lengra.
Af þessu brölti mínu hef ég sagt skilið við öll lyf sem ég hef þurft að taka.
Ég tek einungis Omega , Hafkalk og Hafró .
Allt hjálpar meðöl á líkamann.
Drekk mikið af vatni og lífið er allt annað en áður.
Ég hef ekki neinar afsakanir lengur fyrir því að lifa ekki vel.
Að hreyfa mig og borða hreinan góðan mat.
Elda matinn sinn frá grunni.
Spá í hvað fer ofan í mann :)
Já allt er hægt.
Bara ekki gefast upp <3
SKAL-VIL-GET .
Njótið dagsins.