Góðan daginn.
Föstudagurinn 13.
Það er nú eitthvað .
Veðrið ekki alveg að gera sig í höfuðborginni.
Og minn litli á leiðinni í Hvalaskoðun í morgunsárið....jæks hvað það mætti ekki bjóða mér út á sjó núna :)
En góða skemmtun litli kall.
Já það er þetta með að sjá alltaf fyrir sér verða mjó/r .
Og hugsa varla um neitt annað en kílóin sem EIGA að fjúka á hraða ljósins.....svo loksins sú/sá mjói/a líti dagsins ljós
Úff.
þar var ég.
Lífið mundi breytast í eitt gleðilíf.
Mundi verða hamingjusöm útaf þessu og allt.
Bara þetta litla orð MJÓ gat komið huganum á flug.
Grínlaust hélt ég virkilega að ég yrði mjó
Ég er tæpir 180cm á hæð og stór og stæðileg kona.
Mjó aldrei :)
En sterk og stór ...." já takk"
Að breyta um lífsstíl er svona eins og móta lífið upp á nýtt með ferskan leir .
Og maður byrjar að leira og leira.
Stundum fer maður á flug og listaverkin verða stór.
En svo tónar maður þetta aðeins niður með tímanum :)
Svona eiginlega býr sem til hluti sem eru sniðnir fyrir mann sjálfan.
Þannig þarf þífsstílsbreyting að vera.
Sniðin að manns eigin þörfum í átt að létta lífi .
Engin ein leið er rétt.
Mín leið hentar sumum öðrum alls ekki.
Og það er frábært :)
Því við erum öll allskonar og bara þurfum að finna okkar farveg.
Allir geta breytt um lífsstíl.
Ekki yfir nótt zzzz
Maður vaknar ekki frelsaður af öllu á einum sólarhring .
Þetta er svona smá ratleikur í byrjun.
Maður er að prufa hitt og þetta.
Ég er ennþá að prufa mig áfram.
Og hef hugan við verkið nánast 98% tímans .
Passa að hafa matinn minn fölbreyttan.
Ég er í tvíburamerkinu og þarf stöðuga tilbreytni
Ef mér er boðin sami maturinn of oft....gufa ég upp.
Maturin mínn þarf að vera fallegur og hollur.
Drapplitaður matur er ekki fyrir mig :)
Hreyfingin þarf að vera allskonar og mikið af allskonar .
Að ná að æfa sig í svitnandi poll er nú samt heila málið fyrir mig.
Krumpast í framan yfir þungum lóðum er málið mitt í dag
Elska að finna hve líkaminn hefur náð að styrkjast.
Geta tekið á og notið þess!
Það er fyrir mér kraftarverk.
Konunni sem mætti í Heilsuborgina fyrir rúmum 2 árum.
Konan sem ekki gat lagst niður á dýnu vegna ofþyngdar.
Gat ekki mikið.....en GAFST ég upp NEI
Mætti sama hvað :)
Já lífsstílsbreytingin mín er bara rétt að byrja
Þetta er út lífið.
Og mikið er ég fegin að hafa loksins fundið þessa fínu leið við að losa kílóin og að njóta lífsins
Eigið góðan dag.