Góðan daginn.
Jæja komin heim og lífið í samt horf eða næstum í nokkra daga.
Tók með mér kæra vini frá London heim :)
Svo fjörið heldur áfram.
Síðan í næstu viku er það ráðstefnan í Búlgaríu.
Ráðstefna um offitu faraldurinn í Evrópu.
Þar mun ég vera í hópi fólks sem er að vinna í sínum málum í stríðinu við offitunni.
Hitta fólk hvaðan af úr henni Evrópu ræða málin fá ráð og sjá hvað er í boði hjá öðrum.
Hvað er hægt að hlaða inn og endurskoða sitt sjálft.
Afhverju er offita orðin svona útbreitt vandamál?
Þetta er farið að vera stórt heilsufars vandamál og kostar þjóðir orðið gríðalegan pening í heilsufarskostnað.
Þetta verður fróðlegt.
Ég sjálf er komin á þann stað að vigtin er ekki að fara með mig þótt hún síni ekki "Töfra" töluna þann daginn
Heldur er málið HREINN matur.
Borða hreinan mat.
Ég er ennþá meira inn á þessari línu eftir sýninguna í Birmingham.
Borða einfaldan mat.
Ekki uppfullt af aukaefnum og drasli.
Hreint kjöt, fisk, grænmeti, góðar hreinar vörur :)
Ekki falla fyrir "Diet" vörum sem eru svo fullar af drasli sem líkaminn hefur ekki skilning á að vinna úr.
Drekkum vatn :)
Hreinsum hugan á hverjum degi.
Tökum til í huganum.
Lítum á lífið björtum augum.
Sjáðu sjálfan þig í björtu ljósi.
Settu þig á stað í huganum eitt ár fram í tímann.
Hvað sérðu?
Hverju getur þú breytt til að útkoman sé þér í hag?
Umfram allt ekki hegna!
Ekki búllía sjálfan þig.
Ekki fara í stíð við þitt sjálft.
Einn dagur í einu að betra og léttara lífi
Þótt mataræðið sé ekki 100% einn daginn...þá er sá dagur liðin og alltaf má gera betur.
Umfram allt finna sinn farveg.
Eigið góðan dag .