Góðan daginn.
Já hvenær er rétti tíminn í að skella sér í að verða rosalega flottur og fit ?
Þegar að maður passar í "gallann"
Þegar að maður þorir að labba inn á Líkamsræktarstöð?
Þegar að maður á pening fyrir "rosalega" hollum mat?
Þegar að mánudagurinn kemur?
Þegar að áramótin skella á?
Þegar að .....og allar afsakanir í heimi hér
Það að breyta um lífsstíl er ekki bara að skella í lás á hið fyrra líf á einum sólarhring.
Og grýta með látum öllu út úr skápunum sem "eitrað" er !
Ekki koma upp sem Soffía frænka með hendur á mjöðmum og útvarpa yfir fjölskylduna með frussi að þetta séu sko nýjir tímar öllu verður breytt.
Nú er þetta "Hreint líf"
Úff þvílíkt sem það hefði öfug áhrif
Ekki banna allt og líta alltí einu á sitt uppáhald sem bannvöru sam hér með fær ekki landvistarleifi í mínum skápum!
Eitur!
Í staðin fyrir að líta á allt sem spikfitandi bannvöru finndu heldur hægt og rólega eitthvað hollt og nýtt
Koma nýjum lífsvenjum inn hægt.
Koma þessu góða inn og njóta.
Þá hægt og rólega dettur þetta sem maður er fastur í út.
Taka út sykur hægt og rólega.
Ekki banna með valdi.
Heldur bæta annari vöru inn sem gæti komið í stað hinn hvíta sykurs.
Spá í kryddin sín
Nota sem ferskustu kryddin.
Reyna hægt og rólega að koma unnum mat af innkaupalistanum.
Koma vatni inn og reyna koma gosneyslu í algjört lámark.
Ég var fíkill á Pepsi max fyrir nokkrum árum.
Fór í sódavatn í staðin sem endaði svo bara í venjulegu vatni .
Byrja bara hægt og rólega að breyta þessu dagsdaglega lífi .
Spá í hvað fer í innkaupakörfuna .
Lesa á innihaldslýsinguna.
Kynna sér hvað er í vörunni sem maður er að borða.
Borða af sér kílóin.
Finna umfram allt sinn eigin farveg.
Eigið góðan dag .