Góðan daginn.
Jæja það rignir í henni London í dag.
En á að fara stytta upp :)
Lífið er nú annsi ljúft í borginni .
Dásamlegt að velja sér morgunmat og njóta og plana svo daginn.
Í dag ætla ég á mínar slóðir.
Þegar að ég bjó í London bjó ég í Brixton SW9 .
Þá var Brixton svolítið hrátt og ferskt.
Í dag er Brixton orðin smá túrista staður.
Þar eru markaðir á virkum dögum.
Matarmarkaðir og allra handa hráefni.
Ferskur fiskur, kjöt, grænmeti og ávextir sem sumir hverjir eru manni alveg framandi :)
Síðan eru litlar kryddbúðir og heilsubúðir,
Og er ein af þessum búðum sem þar eru alveg ómissandi fyrir mitt heimili.
Þar fæ ég lífrænt ræktuðu kryddin mín :)
Kaupi piri piri chilli og frysti svo þegar að ég kem heim.
Svo er minn uppáhalds veitingastaður í kjarnanum á Brixton.
Svo fæst allt í Brixton .
Markaðir fullir af drasli og allskonar.
Hægt að gramsa vel og hafa gaman.
Svo dagur minninga í dag :)
Njóta gamla hverfisins og rölta um á karabískum/afrískum/evrópskum markaði í allan dag.
Taldi það saman í gær að ég er búin að borða mat frá Ítalíu-portugal-Nígeríu og Japan síðan að ég kom til London
Þetta er það sem ég elska við borgina.....hún er svo fjölbreytileg.
Og fer svo eftir hverfum í hvaða menningu þú lendir.
Svona eftir því í hvaða stuði maður er í :)
Allavega í Nike skónna og út að njóta !
Lífið er akkúrat til þess.
Eigið góðan dag .