Algjört sælgæti.
En ef ég kaupi geitaost hérna heima mæli ég með Búrinu út á Granda.
Ákvað að skella í smá snittur fyrir sjálfa mig í hádeginu.
Um að gera tríta sig smá svona á aðventunni.
Fékk mér 1/2 grófa sneið af brauði.
Skar geita ost ofan á og skelti pekan hnetum með.
Hitaði aðeins í ofni og leifði ostinum að bráðna aðeins.
En passa að hann leki ekki bara rétt að hita.
Rauðlaukur bakaður í ofni er sælgæti.
Skera rauðlauk niður og skella í eldfast mót , skvetta smá olívu olíu yfir og klípu af Maldon salti.
Baka í ofni á 200gráðum þangað til laukurinn er farin að mýkjast og verða smá stökkur.
Alls ekki brenna því við erum að sækjast eftir sæta bragðinu í lauknum.
Þegar að þetta er tilbúið er að setja smá hunang yfir ostinn.
Og síðan er hægt að gera sér snittur með þessu öllu saman.
Þetta er æði á smárétta bakka.
Fínt að hafa salat með þessu.
Og smá klípu af sultu.
Passa að hafa sykur litlar sultur.