Sjúklega gott Kjúklingasalat.
Innihald.
Rose kjúklinga læri ( úrbeinað og flott)
Krydduð með Creola og smá Arabíska Kjúlla kryddinu frá Pottagöldrum.....salt og pipar.
Kryddað vel og steiki í potti.
Salatið.
Iceberg
Gúrka
Tómatur
Vorlaukur
Paprika
Mangó
Vatnsmelóna
Avacado
Granatepli
Feta í bláu krukkunum
Spelt pasta skrúfur frá Sollu
Aðferð.
Stappa saman feta og avacado.
Setja í botninn af salatskál.
Síðan skera allt grænmetið og ávextina niður og blanda saman.
Sjóða Pastað áður og kæla.
Blanda svo saman.
Síðan skella sjóðheitum kjúllanum yfir salatið.
Nú eða hafa til hliðar ef fólk vill ekki heitt með í salat.
Hægt að leika sér með grænmetið og ávextina ....bara prufa sig áfram