Beinlaus kjúklingalæri.
1 dós Biona kókosmjólk
1 rauð paprika
1 laukur
Nokkrir sveppir
3 hvítlauksrif
Chillí eftir smekk
2 msk. Pottagaldra karrý
2 msk. Lúxus pottagaldra karrý
Heita pizza kryddið frá Pottagöldrum eftir smekk (má sleppa)
Maldon salt og pipar
Sesam olía til að steikja upp úr
Skera grænmetið niður og steikja upp úr nokkrum dropum af sesam olíu.
Krydda með Maldon salti.
Skera kjúklinga bitana í minni bita.
Og steikja í góðum potti.
Nota sesam olíu en ekki mikið.
Bæta við hvítlauknum og öllu kryddinu.
Steikja vel saman.
Þegar kjúklingurinn er tilbúin bæta grænmetinu saman við.
Hræra öllu saman.
Bæta útí kókosmjólkinni.
Láta malla saman og ilmurinn er æði.
Ekki flókið en smá stúss.
Snildar réttur til að geyma í nesti.
Ég nota með þessu stutt hýðisgrjón frá Sólgæti.