Kvöldmaturinn.
Í kvöld fór ég á kvöldverðarfund á Hilton hótelinu í Sofiu.
Hittumst Evrópu grúbban .
Allt fólk sem er að vinna að málum offitu í Evrópu annað hvort fólk sem berst við offitu eða kemur að á einhvern máta,
Athyglisvert og mjög fróðlegt.
En hvað segiði um Laxinn.....svei mér þá ef ég er ekki betri kokkur en Hilton kokkurinn :)
Labbaði svo heim af fundinum alein um götur Sofiu sem eru illa upplýstar ....það eru ljósastaurar en virðist ekki vera til peningar í henni blönku Sofiu til að hafa þá í notkun.
Sofia greyið er frekar löskuð og illa tilhöfð.
Hefur sennilega verið hin fínasta borg hér áður fyrr.
En í dag er sjáanleg fátækt hér og allt í niðurnýslu.
Samt sjarmerandi á sinn hátt.
Yndislegt fólkið sem hér býr en lítið hægt að tala við það.
Enska er ekki málið í Búlgaríu.
Alveg að fíla þetta allt saman í botn.
HLakka mikið til morgun dagsins stór dagur þar sem við munum funda Evrópu offitu fólkið og bera saman bækur okkur
Offita er orðið fáranlega útbreytt vandamál.
Og fyrir mig sem barist hefur við offitu alla mína ævi er þetta alveg ólýsanleg upplifun og tækifæri.
Góða nótt frá henni Búlgaríu zzz