Góðan daginn.
Jæja alveg að skella í páska.
Og margir farnir að þrá frí og rólegheit.
Eða frí og stanslaust stuð :)
Það er svo skrýtið þegar að ég hugsa til baka og svo að þessum skrifum mínum hér.
Virðist svo einfalt allt.
En var þetta bara svona einfalt ?
Ákvað ég bara einn daginn að breyta sjálfri mér og mínum lífsstíl og kviss bamm búmm.
Stundum þarf ég aðeins að tékka á þessu .
En síðan man ég alveg hversu erfitt það var að bera öll aukakílóin.
Sálin var orðin dofin.
Ég var ekki þessi feita týpa sem við mér blasti.
Bara gat ekki sætt mig við þetta.
Ég sem alltaf hef haft gaman af tísku og fallegum fötum.
Og dreymdi um að geta farið inn í verslanir og fengið mér föt án þess að þurfa leita eftir stærðum sem á mig pössuðu.
Ég var komin í stærð 26 UK stærð.
Og skóstærð 43-44
Í dag nota ég stærð frá 14-18 bara allt eftir merkjum
Og skóstærð 42.
Svo það var oft erfitt að finna stærðir sem pössuðu.
En alltaf var ég samt fín
Gaf aldrei eftir á pæjunni.
Lufsaðist ekki um í risa stórri flíspeysu og Cr”!%”$ skóm
Það var einhvernvegin botninn fyrir mér.
Að gefast upp á að klæða mig smart.
Á tímabili þá flutti ég og vinkona inn föt í stærri stærðum.
Það var góður tími og opnaði fyrir mér annan heim.
Þar hitti ég aðra í sömu sporum og ég.
Konur sem voru í allskonar vigt.
Og margar í mjög stórum stærðum.
Konur í mismunandi ástandi.
Sumar brotnar á sálinni vegna þess að þær voru búnar að gefast upp á sjálfum sér.
Þegar að svoleiðis ástand verður …..verður vigtin ennþá þyngri.
Því það er svo gott og auðvelt að borða á sig huggun.
En það komu líka glæsilegar flottar konur í mikilli vigt.
Ég vildi verða svoleiðis.
Kona sem gæti brosað framan í heiminn og verið í hvaða vigt sem er en samt í góðu andlegu formi.
Verið sátt og stolt af sjálfri mér
Kona sem getur brosað framan í spegilinn.
Og haft falleg orð um sjálfan sig.
Það er erfitt og alls ekki sjálfgefið.
En ég prufaði og það var kjánahrollur dauðans
En ég hélt áfram!
Og einn daginn þá var ég tilbúin að taka ábyrgð á sjálfri mér.
Og vilja nógu mikið það sem mig hafði dreymt um alla ævi.
Að verða kona í góðu formi.
En það gerist ekkert á einum degi.
Og núna er þriðja árið mitt að renna upp.
Og ég er ennþá að læra fara vel með sjálfan mig.
Ennþá á ég erfitt með að brosa framan í spegilinn og hrósa.
En það lærist .
Og maður fer að trúa sjálfum sér.
Heila málið er aldrei gefast upp.
Þetta er ekki spurning um að falla.
Ekki spurning um að gera allt svo illa að þú sért glataður einstaklingur í ömurlegri megrun.
Heldur frábæra þú sem getur allt :)
Líka snúið við blaðinu og byrjað á núlli.
Lífið er alltof stutt í leiðindi og verki.
Veikindi vegna lífsstíls.
Við eigum það inni hjá okkur sjálfum að bera virðingu fyrir þeirri manneskju sem við erum.
Sama hversu sú manneskja er þung :)
Í dag skrifa ég þessa pistla því ég veit hvernig er að byrja svona nýtt líf.
Þetta gerist ekkert einn tveir og.
Heldur hægt og rólega.
Byrja á að öðlast virðingu fyrir sjálfum sér.
Þegar að það er komið eru okkur allir vegir færir.
Jæja best að fara koma sér í gallann.
Lyfta í dag og fina vöðvana verða sterkari og meira til í öll átök lífssins.
Ég og þú getum þetta.
Þetta eru engin geimvísindi :)