Í gærkvöldi átti ég stórkostlega stund með góðum vinum.
Okkur var boðið í óvissuferð :)
Það er tær snild.
Vorum boðin heim til þá félaga Begga og Pacas.
Þeir búa í yndislegu húsi við Álftanesveg og taka á móti hópum til sín í dekur.
Það er vægast sagt upplifum að fá að komast inn í þeirra heim í nokkrar klukkustundir.
Maturinn sem hann Pacas galdrar fram er stórkostlegur.
Hann eldar af alúð og ást .
Maturinn er ferskur og fallegur.
Allt hreint hráefni og bragðið af matnum tók mann í ferðalag......allt svo framandi.
Beggi sér um að koma manni í kósý stemmingu og kunna njóta.
Fræðir mann um lífið og kemur fallegum hugsunum og sáir gleði og ást til manns.
Þetta kvöld var stórkostlegt og umhverfið í kringum húsið sem liggur við hraunið í Norðurbæ Hafnarfjarðar er eins og í ævintýri.
Þar erum við ekki ein :)
Það eru góðir vættir á vappi og álfarnir í hrauninu mínu á stjái.
Ég er alin upp í Hrauninu og það var frábært að fá að eiga kvöldstund með þessum stórkostlegu mönnum.
Ef við værum öll svona fallega þenkjandi og tækjum lífinu svona brosandi væri heimurinn mun betri :)
Get mælt með svona óvissuferð fyrir alla.
Takk fyrir mig og ást og friður .