Góðan daginn.
Jæja enn einn dýrðardagurinn runnin upp.
Ég er svo svo auðkætanleg....bara smá sól og hitastig yfir 10 gráður og málið er dautt :)
Nú er að skella á sumar.
Þetta var tíminn sem ég ætlaði alltaf að vera orðin mjó í þröngum hlýrabol.
En það gerðist aldrei.
Enda gerast hlutirnir varla nema að þeim sé unnið.
Í dag færi ég í hlýrabol :)
En hann verður aldrei þröngur .
Ég verð seint mjó....en afhverju ætti ég ekki fara í hlýrabol fyrir því.
Jú það var alltaf hugurinn sem braut mig niður.
Og því meira sem ég braut mig niður fjarlægðist þessi blessaði nýþröngi hlýrabolur.
Fyrir mig virkar ekki slagorðið "Í kjólinn fyrir jólinn"
Hvaða jól þá?
En það virkar kannski samt ef maður gefur sjálfum sér ekki tímamörk á þessi jól heldur hin jólin
Hætta að setja tímapressu á kílóin.
Heldur setja sér markmið.
Raunhæf markmið.
Og verðlauna sjálfan sig fyrir öll litlu skrefin í átt að betra lífi.
Það þarf ekki stór verðlaun.
Eitt lítið bros í spegilinn og stórt hrós dugar oft.
Ef að maður ætlar að stefna að einhverju þarf maður að setja sér upp plan.
Hvernig kemst ég þangað sem ég stefni ?
Gera sér upp hálfgert vegakort.
Krota niður atriði sem gætu hjálpað manni á áfangastað.
Hvað þarf að gerast til að komast á þennan stað ?
Kynna sér hjálpina hvað virkar .
Hverju þarf ég að breyta til lengdar til að komast þangað sem hugurinn vill fara ?
Breyta hugsun.
Koma inn kærleik og trú á sjálfan sig.
Afhverju er ég komin á þann stað að það þarf að setja saman nokkra hlýraboli til að koma þeim fyrir um líkamann á mér?
Afhverju aumingjans ég .
Standa með sjálfum sér.
Vera vinur.
Allt er hægt .
Ég ulla framan í púkana sem áður brutu mig niður :)
Hægt og rólega já hægt og rólega kem ég mér í besta form lífs míns .
Minn vegur er bara nokkuð planaður.
Ég svelti mig ekki í átt að hlýrabol :)
Kaupi bara mína stærð og bíð eftir sólinni.
En til að lífið sé mér léttara og heilsusamlegra þá borða ég hollt
Ég hreyfi mig og svitna í poll að lámarki 5 sinnum í viku.
Ég nýt þess að byggja upp líkama minn.
Sama hvað ég ætla alla leið
Það er mitt markmið :)
Settu þér markmið.
Og sjáðu hvað gerist ?
GET-SKAL-VIL .
Eigið góðan dag .