Góðan daginn.
Já það er þessi dásamlega stemming :)
Aðventan og kerti þrjú.
Hér á bæ eru menn sultu slakir.....meira að segja sá sem fær í skóinn.
Það er dýrmætt að fá smá slökun og ró.
Aðventan er til að njóta :)
Ég hef ekki og mun ekki liggja inn í skápum né reyna þvo ALLA glugga húsins að innan..jú sem utan fyrir jól.
Geri það kannski í vor :)
Ég legg ekki á mig "rölt" um verslunarmiðstöðar á þessu helgum árs :)
Þykir meira vænt um geðheilsuna mína en það .
Hlakka til að labba Laugarveginn og fá mér söru og kaffi...næsta helgi jibbí jey :)
Flestar gjafir komnar í hús og ætlum við að pakka þeim inn á eftir.
Skrifa jólakortin og koma þeim í póst :)
Ætlaði að hætta með þessi kort....en þetta er svo gaman að fá svona fallegar kveðjur sendar til sín...einhverjum sem þykir það vænt um mann að hann sendir okkur kveðju.
Dýrmætt.
Jólamaturinn .....hann er allavega komin á plan :)
Og verður bæði góður og fallegur .
Ætla njóta sem aldrei fyrr.
Það er langt síðan ég hef verið svona sultu slök fyrir jól.
Kannski er ég eitthvað dofin....
því þetta eru fyrstu jólin sem ég held þar sem mamma mín horfir til okkar sem fallegasti engillinn.
Litla frænka mín sem fór 3 vikum eftir henni....mun skína skært í hjarta mínu <3
Það er erfitt að kveðja.
Þriðja jarðaförin mín var kær vinkona rétt yngri en ég.
Hennar er sárt saknað af börnum, barnabarni og fjölsk.
Þá kvöddum við afann í fjölsk. hann var að nálgast árin 100 :)
Og mikið kynntist ég fallegri sál þegar að hann birtist inn í líf mitt fyrir 20 árum.
Jarðaför númer fimm....var kær vinur "höfðingi" einn sá flottasti maður sem ég hef kynnst.
Mikill mann og dýra vinur....sem skilur eftir sig alltof stórt skarð.
Og áfram heldur þessi saga....því ég var að kveðja fallega vinkonu núna fyrir nokkrum dögum.
Sú sem kenndi mér að kærleikurinn er fyrir öllu.
Að virða og gera veröldina fallegri á hverjum degi með brosi og þrautsegju.
Hún var orðin gömul kona....en sárt er að kveðja.
Við munum ganga með henni síðasta spölinn í næstu viku.
Kannski er það þess vegna sem ég er svona slök.
Ég kann að meta lífið öðrvísi í dag.
Læt ekki lítil smáatriði stjórna....
Hvort mig vanti nýtt aðventuljós....eða vasa :)
Heilsan og heilbrigði er mér allt í dag.
Annað er bónus :)
Svona eru mínar hugleiðingar í dag.
Búin að njóta morgunverðs...múslí, kiví, banani, egg og kaffi.
Þá getur dagurinn byrjað :)
Og munum að vera góð við hvort annað...taka tilitsemina á þetta.
Við erum öll að ganga í gegnum allskonar.....lítið bros getur breytt öllu :)
Njótið dagsins.