Ég er svo hrifin af bræddu súkkulaði nammi.
Og kaupi mér gott 70 % súkkulaði í tilefni jóla og bræði í nammi hnappa.
Bræði súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Og bý til súkkulaði hnappa á sléttri bökunarplötu með bökunar pappír ofan á.
Áður en ég bræði súkkulaðið græja ég Sólgætis blöndu.
Nota vörur frá Sólgæti og blanda í skál.
Kókos, kókosflögum, trönuberjum, goja berjum, pekan hnetum, valhnetum,
graskersfræjum, sólblómafræjum, sesamfræjum og hörfræjum.
Eða velja eitthvað af þessu.
Blanda vel saman í skál.
Eftir að súkkulaðið er brætt og komið á pappírinn.
Þá er að strá Sólgætis blöndunni vel yfir.
Skella plötunni í kæli og kæla súkkulaðið niður.
Þessir hnappar er góðir í smá jólagjafa trít.
Mjög gott er strá aðeins af Maldon salti yfir og ef maður vill smá extra trít aðeins af cayne pipar.
Sá pipar er rótsterkur svo fara varlega.