Góðan daginn.
Jæja sólin tók sér smá "break"
En ég er þess viss um að hún kemur aftur til okkar í dag :)
Yndislegir dagar þegar að veðrið er svona frábært.
Maður einhvernvegin verður svo stór í svona veðri.....hugurinn fer í svo skemmtilegt ferðalag
Manni dreymir dagdrauma um æðislegt sumar.
Ferðalög og góðan félagsskap,.
Væntingar til sumars eru alltaf svo skemmtilegar :)
Í morgunsárið var ég ekki í mínu besta skapi.
Kattaróf"&!%"$ hafði komið inn um miðja nótt ...stokkið upp í rúm og á mömmuna.
Klórað allan kálfann á mér !
Með fugl sem var í tætlum í kjaftinum
Greyið litla flaug svo um allt hús og skvettandi blóði og öðrum líkamspörtum út um allt
Elsku dýrið endaði líf sitt á skelfilegan hátt.
Og við fórum í það að taka utan af rúmum og taka niður gardínur um miðja nótt drífa og eyða ummerkjum vígvallar.
Svo með annað augað opið var ég að skoða Fréttablaðið.
Komin í miðjan kaffibollann svo ekki alveg vöknuð.
Sá svo girnilegar uppskriftir og voða sumarlegar.
Ætlaði að gera svona Boost fljótlega og kjúklingarétturinn hljómaði líka þrusu vel....en þetta var orðið allt of kunnuglegt
Fattaði svo eftir að hafa opnað bæði augun að þetta voru uppskriftir eftir mig
Féll fyrir uppskriftum frá sjálfri mér heeheh
Það hlýtur að vera góð meðmæli :)
Allavega það er pínu gaman að sjá að mínar uppskriftir þessar hollu og góðu eru að breiðast út
Ég er í "mission" um að koma okkur öllum inn á hreint mataræði
Að við vöknum og reynum okkar besta að kveðja aukaefni, unnin mat og mat sem gerir ekkert fyrir okkur.
Minn draumur er að koma upp námskeiði í hreinu mataræði .
Og margt að gerast með haustinu :)
Skemmtilegur dagur framundan :)
Aðeins að dútla í garðinum....bruna svo í sveitina og njóta þess að eyða kvöldinu í matarveislu með fjölskyldu og vinum
Algjörlega best í heimi.
Njóta sumars í góðra vina hópi .
Ætli ég taki ekki strigaskónna með og bruni út í náttúruna með voffaling
Lífið er ljúft <3
Eigið góðan dag.